Ein­býli á ró­leg­um stað

Hraun­ham­ar fast­eigna­sala hef­ur til sölu glæsi­legt ein­býli á einni hæð með sér­stæð­um bíl­skúr í Hafnar­firði.

Fréttablaðið - Fasteignir.is - - Forsíða -

Ein­býl­ið stend­ur við Steina­hlíð í Hafnar­firði og er í heild­ina 168 fer­metr­ar. Góð­ur inn­gang­ur er á hús­inu og kom­ið er inn í rúm­góða flísa­lagða for­stofu með vönd­uð­um skáp­um. Gott her­bergi er inni af for­stofu.

Björt stofa er í hús­inu og fal­leg borð­stofa. Einnig er rúm­góð­ur sjón­varps­skáli með út­gangi út á suð­ur­ver­önd. Eld­hús­ið er með vand­aðri inn­rétt­ingu. Gott þvotta­her­bergi með sér­út­gangi er einnig í fast­eign­inni.

Í svefnálmu eru tvö góð barna­her­bergi með skáp. Þá er rúm­gott svefn­her­bergi með skáp og út­gangi út í garð­inn. Einnig er flísa­lagt bað­her­bergi með baðkari, sturtu­klefa, vand­aðri inn­rétt­ingu og glugga.

Inn­felld halógenlýs­ing er í stofu, borð­stofu og sjón­varps­skála. Þar er einnig hvítt­að­ur ask­ur á loft­um og eikarp­ar­kett á gólf­um.

Rúm­góð­ur 32,8 fer­metra bíl­skúr stend­ur við fast­eign­ina. Þá er garð­ur auk ver­and­ar með skjólgirð­ingu og heit­um potti. Fyr­ir ut­an er hellu­lagt bíla­plan með hita.

Eign­in er full­bú­in og vönd­uð.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.