Hvað hef­ur áhrif á fast­eigna­mark­að­inn?

Fréttablaðið - Fasteignir.is - - Forsíða -

Hvað telja fast­eigna­sal­ar á Norð­ur­lönd­un­um helst hafa áhrif á fast­eigna­mark­að­inn núna?

Fé­lög fast­eigna­sala á Norð­ur­lönd­um hófu ný­ver­ið sam­eig­in­lega vinnu við að kanna reglu­lega ýmsa þætti er varða fast­eigna­mark­að­inn á Norð­ur­lönd­um. Kann­an­ir eru gerð­ar með­al fast­eigna­sala hvers lands og sams kon­ar spurn­ing­ar lagð­ar fyr­ir. Með slíku skap­ast einkar áhuga­verð­ur sam­an­burð­ur um fast­eigna­mark­að­inn milli Norð­ur­land­anna.

Í upp­hafi sum­ars var leit­að svara við því hvað það væri sem helst hefði áhrif á fast­eigna­mark­að­inn í dag en mögu­legt var að nefna þrett­án at­riði. Það voru einkum þrír þætt­ir sem íslenskir fast­eigna­sal­ar voru sam­mála um að hefðu helst áhrif en 74% nefndu stöð­una á vinnu­mark­aði, 62% nefndu óviss­una, þ.e. að bíða og sjá til hvað verð­ur, og 58% strang­ar út­lána­regl­ur bank­anna.

Með­al norskra fast­eigna­sala var það bjart­sýni gagn­vart eigin fjár­hag sem tal­in var hafa mest áhrif á fast­eigna­mark­að­inn, hjá sænsk­um fast­eigna­söl­um var tal­ið að mest áhrif hefðu strang­ar út­lána­regl­ur bank­anna með­an dansk­ir fast­eigna­sal­ar töldu nei­kvæða um­fjöll­un fjöl­miðla ráða mestu um stöð­una á fast­eigna­mark­að­in­um í Dan­mörku.

Á næstu mán­uð­um mun sam­vinna fé­laga fast­eigna­sala á Norð­ur­lönd­um verða auk­in til muna og al­menn­ingi á Norð­ur­lönd­un­um kynnt­ar reglu­lega ýms­ar nið­ur­stöð­ur varð­andi fast­eigna­mark­að­inn á Norð­ur­lönd­un­um en það eru vita­skuld fast­eigna­sal­arn­ir sem hafa ná­kvæma þekk­ingu á því hver staða mark­að­ar­ins er hverju sinni sem hægt er að miðla til al­menn­ings bæði til gagns og gam­ans.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.