Hús við sjáv­ar­síð­una

Garða­torg eignamiðl­un er með á skrá glæsi­legt hús við sjáv­ar­síð­una í Kópa­vogi.

Fréttablaðið - Fasteignir.is - - Forsíða -

Hús­ið stend­ur við Sunnu­braut 6 í Kópa­vogi og er sam­tals 209 fer­metr­ar, þar af 25,6 fer­metra bíl­skúr. Hús­ið er ný­tísku­legt og ein­falt og hann­að þannig að öll íveru­rými fljóta sam­an. Þá eru gluggaflet­ir stór­ir, með út­sýni til suð­urs að Arn­ar­nesi og Bessa­stöð­um. Tra­vertín nátt­úru­steinn er á öll­um gólf­um og gólf­hiti ásamt ofna­kerfi. Öll lýs­ing er inn­byggð í lofti og með ljós­a­stýr­ingu. All­ar inn­rétt­ing­ar eru sér­hann­að­ar fyr­ir hús­ið. Frístand­andi vegg­ur úr marm­ara ligg­ur eft­ir lengd­ar­ás húss­ins.

Innra skipu­lag: For­stofa með gestasnyrt­ingu og þvotta­húsi. Stór stofa sem deilt er upp í dag­stofu og sjón­varps­stofu. Gang­svæði sem verð­ur að borð­stofu og eldhúsi. Eitt rúm­gott barna-eða gesta­her­bergi (upp­runa­lega tvö) og ann­að minna (vinnu­að­staða). Svefn­her­bergi hjóna með bað­her­bergi og pott­rými. Frá stofu og pott­rými er út­gang­ur út á skjól­góða ver­önd.

Hús­ið er við sjáv­ar­síð­una í Kópa­vogi og með út­sýni til suð­urs að Bessa­stöð­um.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.