Nota­legt hús í ró­legu og barn­vænu um­hverfi

Stak­fell er með á skrá ein­býl­is­hús við Seilu­granda 15.

Fréttablaðið - Fasteignir.is - - Forsíða -

Hús­ið er á tveim­ur hæð­um og 207,3 fer­metra stórt innst í botn­langa í Vest­ur­bæn­um, það­an sem stutt er í leik­skóla og skóla, versl­an­ir og þjón­ustu.

Kom­ið er inn í flísa­lagða for­stofu með inn­byggð­um skáp­um. Úr for­stof­unni er geng­ið inn í par­ket­lagt hol. Samliggj­andi stofa og borð­stofa með teng­ingu við eld­hús­ið. Úr stofu er út­gengi út á stóra ver­önd til suð­urs og vest­urs með teng­ingu við stór­an garð með ma­t­jurta­garði og fleiru. Eld­hús­ið er rúm­gott og hálfop­ið inn í borð­stof­una. Vand­að­ar inn­rétt­ing­ar með miklu skápaplássi eru í eldhúsi, hvít­ar og beyki. Úr hol­inu er geng­ið inn á flísa­lagða gestasnyrt­ingu með glugga og einnig inn í rúm­gott þvotta­hús/geymslu með bak­inn­gangi.

Á efri hæð er stór par­ket­lögð sjón­varps­stofa og stórt par­ket­lagt hjóna­her­bergi með miklu skápaplássi. Út­gengi er út á suð­vest­ursval­ir bæði úr hjóna­her­bergi og sjón­varps­stofu. Tvö rúm­góð par­ket­lögð svefn­her­bergi eru til við­bót­ar, bæði með skáp­um. Flísa­lagt bað­her­berg­ið með baðkari og sturtu. Gott geymslupláss á ris­lofti er yf­ir efri hæð­inni.

Vand­að­ar inn­rétt­ing­ar og gól­f­efni eru í öllu hús­inu og hef­ur því ver­ið vel við hald­ið.

Hús­inu fylg­ir inn­byggð­ur 23,4 fer­metra bíl­skúr og fal­leg­ur garð­ur.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.