Glæsi­legt par­hús

Fast­eigna­sal­an Torg hef­ur til sölu par­hús við Lóma­sali í Kópa­vogi.

Fréttablaðið - Fasteignir.is - - Forsíða -

Hús­ið er rúm­ir 240 fm að stærð á tveim­ur hæð­um. Geng­ið er inn á efri hæð­ina beint af götu. Þar er for­stofa, gesta­sal­erni, eld­hús, borð­stofa og stofa.

Geng­ið er inn í bíl­skúr­inn að ut­an­verðu og frá for­stof­unni.

Geng­ið er nið­ur á neðri hæð­ina um steypt­an vold­ug­an stiga með stál­hand­rið. Á neðri hæð er sjón­varps­hol, sal­erni, þvotta­hús, hjóna­her­bergi og tvö barna­her­bergi.

Eld­hús­ið er op­ið að hluta yf­ir í al­rými hæð­ar­inn­ar. Stein­grá­ar flís­ar eru á gólfi fyr­ir inn­an eyj­una og gegn­heilt eikarp­ar­kett fyr­ir fram­an hana sem flæð­ir yf­ir í stofu og borð­stofu. Inn­rétt­ing­ar eru úr fal­legri liggj­andi eik með miklu skápaplássi og hvítri granít­borð­plötu. Út­gengi er frá eld­hús­inu út á sval­ir sem liggja í vink­il fram fyr­ir stof­una, hring­stigi er af svöl­un­um nið­ur á pall­inn.

Borð­stofa er op­in yf­ir í stof­una. Borð­stof­an er stór og rúm­ar vel stórt borð­stofu­borð. Stof­an blas­ir við þeg­ar kom­ið er inn í eign­ina frá for­stofu og er op­ið að hluta yf­ir í hana bæði frá eldhúsi og borð­stofu. Glæsi­legt út­sýni er frá stof­unni yf­ir Kópa­vog, nið­ur Hnoðra­holt, yf­ir í Garða­bæ og út á sjó. Út­gengi er á sval­ir með glæsi­legu út­sýni út frá stof­unni.

Bað­her­berg­ið á neðri hæð er flísa­lagt í hólf og gólf með ljós­drapp­lit­uð­um flís­um. Bæði er stór hlaðin sturta og baðk­ar á bað­her­berg­inu. Inn­rétt­ing­in er sér­smíð­uð úr eik. Sal­ern­ið er upp­hengt og vatns­kass­inn inn­byggð­ur.

Þvotta­hús­ið er við hlið bað­her­berg­is­ins og er út­gengt úr því út á pall­inn. Mjög góð inn­rétt­ing er í rým­inu með bæði efri og neðri skáp­um.

Hjóna­her­berg­ið er mjög rúm­gott með gegn­heilu eikarp­ar­ketti á gólfi. Fata­her­bergi er inni af hjóna­her­berg­inu með góðri inn­rétt­ingu og renni­hurð.

Glæsi­leg­ur garð­ur með pöll­um um­lyk­ur hús­ið.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.