Rúm­gott rað­hús

Fast­eigna­sal­an Mikla­torg kynn­ir fal­legt 225,5 fer­metra rað­hús á tveim­ur hæð­um í Ár­bæ.

Fréttablaðið - Fasteignir.is - - Forsíða -

Hús­ið skipt­ist í for­stofu, eld­hús, búr, stof­ur, garðskála, hol, tvær snyrt­ing­ar, þrjú svefn­her­bergi, sjón­varps­hol og bíl­skúr. Nán­ari lýs­ing er eft­ir­far­andi:

Kom­ið er inn í flísa­lagða for­stofu með skáp­um. Úr for­stofu er geng­ið inn í hol en þar er fal­leg­ur stigi upp á aðra hæð og snyrt­ing. Úr holi er eld­hús­ið á hægri hönd með góðri, ljósri inn­rétt­ingu og borð­krók. Búr er inn af borð­krókn­um. Borð­stofa og stof­ur eru bjart­ar og fal­leg­ar. Ar­inn er á milli stofu og borð­stofu. Geng­ið er út úr stofu í garðskála og það­an í garð­inn.

Efri hæð: Hjóna­her­berg­ið er með góð­um skáp­um og hægt að ganga út á sval­ir. Tvö barna­her­bergi eru á hæð­inni.

Sjón­varps­her­berg­ið er stórt og það­an er hægt að ganga út á sval­ir. Það væri auð­veld­lega hægt að breyta þessu her­bergi og bæta einu svefn­her­bergi við án þess að það komi mik­ið nið­ur á sjón­varps­hol­inu. Á hæð­inni er einnig rúm­gott bað­her­bergi með sturtu, baðkari, hand­klæða­ofni og allt flísa­lagt með ljós­um flís­um. Þvotta­hús og sér­geymsla. Bíl­skúr­inn er 25,4 fer­metr­ar með sjálf­virk­um hurð­aropn­ara, vatni og hita. Inn­keyrsl­an og stétt­in eru hellu­lagð­ar með hita.

Rað­hús­ið er á tveim­ur hæð­um í Ár­bæ. Bíl­skúr fylg­ir.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.