Íbúð við Nausta­bryggju

Fasteignasalan Val­höll hef­ur til sölu glæsi­lega 150 fm íbúð á tveim­ur hæð­um við Nausta­bryggju.

Fréttablaðið - Fasteignir.is - - Forsíða -

Íbúð­in er í sér­lega vel stað­settri blokk sem ein­göngu eru fjór­ar íbúð­ir í. Íbúð­inni fylgja tvö stæði í lok­uðu bíl­skýli. Tvenn­ar sval­ir eru í íbúð­inni, ann­ars veg­ar stór­ar 30 fm suð­ursval­ir og hins veg­ar litl­ar sval­ir sem snúa til norð­urs með glæsi­legu út­sýni. Hátt er til lofts í íbúð­inni sem ger­ir hana sér­lega sjar­mer­andi, þá er inn­byggð lýs­ing í loft­um og veggj­um.

Kom­ið er inn í flísa­lagt and­dyri með skáp. Flísa­lagt bað­her­bergi með sturtu og inn­rétt­ingu. Gott par­ket­lagt barna­her­bergi með skáp. Góð björt stofa og borð­stofa, en frá stofu er ynd­is­legt út­sýni. Eld­hús er op­ið með góðri við­ar­inn­rétt­ingu og vönd­uð­um tækj­um. Inn af eld­húsi er þvotta­hús og frá eld­húsi er geng­ið út á stór­ar suð­ursval­ir. Á sér gangi er hjóna­her­bergi með góð­um skáp og ann­að jafn stórt her­bergi.

Í holi er stigi upp í ris og er það not­að sem sjón­varps­hol, þar eru að sögn selj­anda um 15 fm sem ekki eru skráð­ir. Geymsl­ur eru und­ir súð.

Öll sam­eign til fyr­ir­mynd­ar bæði úti og inni, að ut­an er hús­ið klætt. Inn­an­gengt er í bíl­skýl­ið.

Íbúð­in er í einu best stað­setta hús­inu við Nausta­bryggju.

Hátt er til lofts í íbúð­inni sem ger­ir hana sér­lega sjar­mer­andi.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.