Vand­að ein­býli á einni hæð

Fa­steigna­mark­að­ur­inn er með til sölu ein­býl­is­hús að Breiðu­vík 81, Grafar­vogi.

Fréttablaðið - Fasteignir.is - - Forsíða -

Hús­ið er 238,9 fer­metra og á einni hæð með inn­byggð­um 37,8 fer­metra bíl­skúr. Það stend­ur á góð­um út­sýn­is­stað við op­ið svæði.

Ut­an­vert hús­ið er í góðu ásig­komu­lagi. Auk­in loft­hæð er í því öllu, allt að 3,5 fer­metr­ar. Inn­rétt­ing­ar og inni­hurð­ir eru all­ar úr hnotu. Gólf er flísa- og par­kett­lagt. Stór­ar renni­hurð­ir með sand­blásn­um glerj­um eru úr for­stofu í hol og úr holi í stof­ur og í eld­hús. Stór­ar ver­and­ir eru með skjól­veggj­um, bæði norð­an og sunn­an meg­in við hús­ið.

For­stofa er bú­in fata­skáp­um. Hol/sjón­varps­stofa er með arni. Gesta­sal­erni er við hol. Stof­ur eru samliggj­andi og með út­sýni til sjáv­ar, að Esju og víð­ar. Úr þeim er hægt að ganga á ver­önd með skjól­veggj­um og heit­um potti. Eld­hús er með eyju með áfastri borð­að­stöðu, hellu­borði og háfi yf­ir. Inn af því er þvotta­her­bergi með innn­rétt­ing­um með vaski. Geymsla er inn af því. Það­an er út­gengt á baklóð. Inn­an­gengt er í bíl­skúr. Hjóna­her­bergi er rúm­gott og bú­ið fata­skáp­um. Útengt er á ver­önd. Bað­her­bergi er rúm­gott og bú­ið vönd­uð­um inn­réttung­um og sturtu­klefa. Barna­her­bergi er rúm­gott.

Lóð­in er teikn­uð af St­an­islah Bohic.

Selj­end­ur vilja at­huga með skipti á minni eign á höf­uð­borg­ar­svæð­inu.

Til greina kem­ur að skipta á rað- eða par­húsi á einni hæð eða „pent­hou­se“-íbúð með út­sýni og stæði í bíla­geymslu.

Hús­ið er í góðu ásig­komu­lagi og glæsi­leg lóð fylg­ir.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.