Nýtt hús í grónu hverfi

Fasteignasalan Heim­ili hef­ur til sölu tvær nýj­ar fjög­urra her­bergja sér­hæð­ir að Mela­braut á Seltjarn­ar­nesi.

Fréttablaðið - Fasteignir.is - - Forsíða -

Sér­hæð­irn­ar eru í fal­legu nýju fjór­býl­is­húsi í grónu hverfi á Seltjarn­ar­nesi. Í hverri íbúð eru þrjú svefn­her­bergi. Eign­irn­ar af­hend­ast full­bún­ar að ut­an sem inn­an en án gól­f­efna. Þó eru gólf á bað­her­bergi, þvotta­húsi og and­dyri flísa­lögð, önn­ur gólf eru ómál­uð. Lóð og sam­eign eru full­frá­geng­in. Afhending vor­ið 2012.

Nán­ari lýs­ing eign­ar: For­stofa með flís­um á gólfi, fata­skáp­ur. Frá for­stof­unni tek­ur við rúm­góð­ur gang­ur. Bað­her­bergi með flís­um, baðkar, sér sturtu­klefi og inn­rétt­ing. Þrjú svefn­her­bergi inn­an íbúð­ar, fata­skáp­ur í öll­um her­bergj­um. Þvotta­hús og geymsla inn­an íbúð­ar með flís­um á gólfi. Eld­hús og stofa í opnu rými. Frá þessu rými er unnt að ganga út á 31,5 fm séraf­nota­rétt.

Fal­leg­ar og vel skipu­lagð­ar eign­ir í grónu hverfi á Seltjarn­ar­nesi.

Verð 39,5 millj. krón­ur á íbúð.

Eign­irn­ar af­hend­ast full­bún­ar að ut­an sem inn­an en án gól­f­efna.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.