Glæsieign með út­sýni

Eignamiðl­un kynn­ir Gnitakór 4. Glæsi­legt 222 fer­metra og vel skipu­lagt ein­býli á tveim­ur hæð­um auk 51,5 fer­metra bíl­skúrs með mik­illi loft­hæð. Hús­ið er ein­stak­lega bjart með stór­um glugg­um, vönd­uð­um inn­rétt­ing­um og tækj­um og glæsi­legu út­sýni yf­ir Kóra­hver

Fréttablaðið - Fasteignir.is - - Forsíða -

Hús­ið er fal­lega hann­að og teikn­að af Hó­meiru Gharavi og Þor­geiri Þor­geirs­syni og skipt­ist á eft­ir­far­andi hátt. Efri hæð: Stofa, eld­hús og borð­stofa, sjón­varps­stofa, tvö rúm­góð barna­her­bergi, hjóna­her­bergi og bað­her­bergi. Neðri hæð: Kom­ið er inn í for­stofu með flís­um á gólfi og fata­skáp sem nær frá gólfi og upp í loft. Rúm­gott hol eða stofa með par­keti á gólfi, hægt er að breyta þessu rými í her­bergi. Snyrt­ing með flís­um í hólf og gólf og vegg­hengdu sal­erni, gert er ráð fyr­ir sturtu. Þvotta­hús með inn­rétt­ingu og flís­um á gólfi. Inn af þvotta- húsi er stór geymsla og er inn­an­gengt í bíl­skúr frá þvotta­húsi. Bíl­skúr­inn er um 11 metr­ar á lengd og fjög­urra metra breið­ur með bíl­skúrs­hurð sem er 3 metr­ar sinn­um 2,7 metr­ar og því mjög góð­ur jeppa­skúr. Stig­inn á milli hæða er mjög glæsi­leg­ur steypt­ur hring­stigi með par­ket­lögð­um þrep­um. Efri hæð: Kom­ið er inn í bjarta stofu með með stór­um glugg­um. Frá stof­unni er geng­ið út á sval­ir sem snúa í suð­ur. Eld­hús­ið, borð- stof­an og sjón­varps­hol­ið er eitt stórt op­ið rými, allt par­ket­lagt nema í kring­um eld­hús­inn­rétt­ingu þar sem eru flís­ar. Eld­hús­ið er vand­að með eyju, granít­borð­plöt­um og tveim­ur upp­þvotta­vél­um. Tvö rúm­góð barna­her­bergi með par­ketti og hjóna­her­bergi með skáp­um. Bað­her­berg­ið er flísa­lagt í hólf og gólf með baðkari og sturtu­klefa og góðri inn­rétt­ingu. Á baði er renna nið­ur í þvotta­hús fyr­ir óhreina þvott­inn.

Gnitakór 4 er stór­glæsi­leg og björt eign með stór­um glugg­um og fal­legu út­sýni.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.