Fal­leg eign með stór­brotnu út­sýni

Fa­steigna­sal­an Torg kynn­ir ein­stak­lega fal­lega neðri sér­hæð með bíl­skúr á frá­bær­um út­sýn­is­stað við golf­völl­inn í Grafar­holti.

Fréttablaðið - Fasteignir.is - - Forsíða -

Eign­in er öll mjög vel um geng­in og frá­gang­ur til fyr­ir­mynd­ar. Hiti er í bíla­plani og gang­stíg að hús­inu. Örstutt er út í nátt­úr­una og óbyggt svæði er fyr­ir neð­an hús­ið. Eign­in er sam­tals 166,3 fer­metr­ar en þar af er 28,4 fer­metra bíl­skúr. Að auki fylgja 9 fer­metra yf­ir­byggð­ar sval­ir eign­inni.

Nán­ari lýs­ing á eign­inni er sem hér seg­ir. Gengið er inn beint af göt­unni í íbúð­ina. For­stof­an er rúm­góð með nátt­úruflís­um á gólfi og mjög góð­um eikarfata­skáp­um sem ná upp í loft. Inn af for­stofu er mjög snyrti­legt gesta­sal­erni. Stof­an er björt og fal­leg með mikl­um glugg­um og vönd­uð­um strimlagard­ín­um sem fylgja. Stof­an rúm­ar einnig borð­stofu og er gott eikarp­ar­ket á gólfi. Eld­hús­ið er samliggj­andi stof­unni. Það er vel út­bú­ið með hvítri inn­rétt­ingu og granít á borð­um. Eins er granít á öll­um sól­bekkj­um eign­ar­inn­ar. Stór og góð eyja er í eld­hús­inu með stóru kera­mik­hellu­borði. Góð tæki eru í eld­hús­inu. Út­sýni frá eld­hús­glugga er stór­brot­ið.

Frá eld­hús­inu er gengið út á yf­ir­byggð­ar sval­ir með stein­flís­um á gólfi. Þrjú svefn­her­bergi eru í eign­inni öll með góð­um eikarfata- skáp­um og par­keti. Aðal­bað­her­berg­ið er fal­legt og flísa­lagt í hólf og gólf. Ný­legt nudd­baðkar er í bað­her­berg­inu ásamt góðri sturtu með gler­hurð. Þar er upp­hengt sal­erni og opn­an­leg­ur gluggi. Inn­an íbúð­ar er svo mjög stórt þvotta­hús ásamt geymslu. Bíl­skúr­inn er ný­mál­að­ur með lökk­uðu gólfi og heitu og köldu vatni.

All­ar nán­ari upp­lýs­ing­ar veit­ir Haf­dís Rafns­dótt­ir sölustjóri í síma 895- 6107 eða á hafd­[email protected]­t­org.is.

Örstutt er í guðs­græna nátt­úr­una og óbyggt svæði er fyr­ir neð­an hús­ið.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.