Fal­legt hús eft­ir Kjart­an Sveins­son

Þing­holt fast­eigna­sala kynn­ir: Sef­garð­ar 16. Ein­stak­lega fal­legt og vel með far­ið ein­býl­is­hús við þessa ró­legu götu á Seltjarn­ar­nesi. Hús­ið er teikn­að af Kjart­ani Sveins­syni.

Fréttablaðið - Fasteignir.is - - Forsíða -

Eign­in er á einni hæð og er sam­tals 193 fm að stærð og þar af er tvö­fald­ur bíl­skúr 46 fm. Hús­inu hef­ur alla tíð ver­ið vel við hald­ið og all­ur frá­gang­ur er til fyr­ir­mynd­ar, bú­ið að skipta m.a. um gler, gól­f­efni, inn­rétt­ing­ar, yf­ir­fara þak og fleira. Hús­ið stend­ur á 716 fm eign­ar­lóð. Á hús­inu er ein­stak­lega fal­legt þak­skyggni sem ger­ir hús­ið enn fal­legra.

Nán­ari lýs­ing eign­ar­inn­ar er sem hér seg­ir: For­stofa er flísa­lögð, þar er góð­ur skáp­ur. Inn af for­stofu er gestasnyrt­ing. Úr for­stofu er kom­ið inn í flísa­lagt al­rými. Stofa og eld­hús eru í opnu rými. Í eld­húsi er fal­leg, sér­smíð­uð inn­rétt­ing en inn af eld­húsi er þvotta­hús og það­an er út­gengt út í garð og að bíl­skúr. Sér svefn­her­berg­isálma með fjór­um svefn­her­bergj­um en eitt þeirra gæti ver­ið tvo her­bergi. Bað­her­berg­ið er flísa­lagt í topp og er þar bæði baðkar og sturtu­klefi.

Út­gengt er út í garð frá holi og er þar steypt­ur pall­ur, lóð­in er mjög stór og fal­leg og er af­girt með háu grind­verki. Bíl­skúr­inn er tvö­fald­ur með hita, raf­magni og í mjög góðu ástandi. Ekk­ert áhvílandi.

Þetta er eign sem alltaf hef­ur ver­ið vel við hald­ið og lít­ur ein­stak­lega vel út.

All­ar upp­ýs­ing­ar gef­ur Sig­urð­ur í síma 512 3606 eða 616 8880 einnig á tölvu­pósti [email protected]­holt.is.

Fal­legt ein­býl­is­hús við Sef­garða á Seltjarn­ar­nesi.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.