Endarað­hús í Sala­hverfi

Fa­steigna­sal­an TORG kynn­ir: Mjög fal­legt og gott 6 her­bergja endarað­hús ásamt bíl­skúr á þess­um eft­ir­sótta stað í Sala­hverfi Kópa­vogs. All­ar nán­ari upp­lýs­ing­ar veit­ir Haf­dís Rafns­dótt­ir sölu­stjóri, gsm 8956107 eða hafd­[email protected]­t­org.is.

Fréttablaðið - Fasteignir.is - - Forsíða -

Um er að ræða 190,9 fm hús ásamt 26,8 fm bíl­skúr sam­tals 217,7 fm. Að­kom­an er fal­leg, hús­ið stein­að, bíla­plan hellu­lagt og timb­ur­ver­önd í garði. Mjög góð loft­hæð er í hús­inu og 5 svefn­her­bergi en í dag eru 4 not­uð sem svefn­her­bergi og eitt sem sjón­varps­her­bergi sem er op­ið að hluta en hægt að breyta aft­ur í svefn­her­bergi. Selj­end­ur skoða skipti á minni eign með bíl­skúr í hverf­inu.

Nán­ari lýs­ing: Efri hæð: For­stofa, svefn­her­bergi, gesta­sal­erni, eld­hús, stofa og borð­stofa. Kom­ið er inn í rúm­góða for­stofu með ljós­um flís­um á gólfi og góð­um fata­skáp. Fal­leg hurð með frönsku gleri að­skil­ur for­stofu og íbúð­ar­rými.

Svefn­her­bergi er inn af for­stofu með góðri loft­hæð og par­keti á gólfi. Á efri hæð er gesta­sal­erni með flís­um á gólfi.

Eld­hús­ið er rúm­gott með fal­legri mahón­í­eld­hús­inn­rétt­ingu með ljósri borð­plötu. Vönd­uð stál­tæki, kera­mik­hellu­borð, ofn í vinnu­hæð og tengi fyr­ir upp­þvotta­vél. Par­ket á gólfi og op­ið er að hluta inn í stofu frá eld­húsi, hálf­ur vegg­ur að­skil­ur stofu og eld­hús. Stór­ir og góð­ir glugg­ar hleypa birtu inn í hús­ið.

Stofa/borð­stofa eru samliggj­andi og með par­keti á gólfi, mjög góð loft­hæð er í stof­un­um og loft­in klædd fal­legri ljósri við­ar­klæðn­ingu með inn­felldri lýs­ingu, út­gengt er á góð­ar sval­ir frá stofu með fal­legu út­sýni.

Neðri hæð: Aðal­bað­her­bergi, sjón­varps­her­bergi, þvotta­hús, geymsla og 3 svefn­her­bergi. Steypt­ur stigi með kó­kosteppi er nið­ur á neðri hæð eign­ar­inn­ar sem er rúm­góð og björt. Her­berg­in eru þrjú á neðri hæð, mögu­leiki á að hafa fjög­ur. Öll rúm­góð með góð­um fata­skáp­um.

Þvotta­hús/geymsla: Þvotta­hús er á neðri hæð með inn­rétt­ingu og vaski. Inn af þvotta­hús­inu er rúm­gott rými með skáp­um og hill­um.

Bíl­skúr og snyrti­leg að­koma.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.