Vand­að­ar íbúð­ir með fal­legu og miklu út­sýni

STAKFELL fast­eigna­sala kynn­ir Í einka­sölu vand­að­ar 2ja og 3ja her­bergja íbúð­ir í hæstu íbúða­bygg­ingu á land­inu. Tvær íbúð­ir á hæð í turn­um. Tvær lyft­ur. Fal­legt and­dyri og sam­eign. Æv­in­týra­legt út­sýni til þriggja átta úr sum­um íbúð­anna.

Fréttablaðið - Fasteignir.is - - Forsíða -

All­ur frá­gang­ur á hús­inu er vand­að­ur. Íbúð­irn­ar eru með vönd­uð­um sér­smíð­uð­um inn­rétt­ing­um frá GKS ásamt vönd­uð­um eld­hús­tækj­um frá Miele. Bað­her­bergi eru með sér­smíð­uð­um inn­rétt­ing­um frá GKS og tæki frá TENGI, flísa­lögð í hólf og gólf. Þvotta­her­bergi er einnig flísa­lagt með inn­rétt­ingu. Önn­ur rými skil­ast án gól­f­efna.

All­ar íbúð­irn­ar eru bjart­ar og vel skipu­lagð­ar, af­ar vand­að­ar og mik­il áhersla lögð á þæg­indi og fal­lega hönn­un. Loft­hæð íbúð­anna er yf­ir­leitt um 2,70 metr­ar.

Húsa­sam­stæð­urn­ar eru tengd­ar sam­an neð­anjarð­ar með bíla­geymsl­um á þrem­ur hæð­um og er inn­an­gengt í lyft­ur. Einnig eru bíla­stæði á lóð og við göt­ur. Hús­ið er stein­steypt með hefð­bundn­um hætti, klætt með málm­klæðn­ingu og flís­um að ut­an.

Stað­setn­ing og hönn­un hús­anna í hverf­inu tryggja ein­stakt út­sýni yf­ir sund­in og um­hverfi þeirra skipt­ist í göngu­stíga, opna garða, leik­svæði og bíla­stæði. Stutt er nið­ur að sjón­um þar sem þægi­leg­ir göngu- og hlaupa­stíg­ar lið­ast með sjáv­ar­síð­unni hvort held­ur sem er út í Laug­ar­nes­ið eða í átt að mið­bæn­um, Hörp­unni og Þjóð­leik­hús­inu. Nú þeg­ar er yf­ir helm­ing­ur íbúð­anna seld­ur.

Þær íbúð­ir sem eft­ir eru kosta á verð­bil­inu 38 m - 80 m.

Nán­ari upp­lýs­ing­ar veitt­ar á skrif­stofu Stak­fells 535-1000 og á www.skugga­byggd.is.

Í þessu há­hýsi eru til sölu nokkr­ar fal­leg­ar íbúð­ir með miklu út­sýni.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.