Glæsi­leg hæð í Skerja­firði

Heim­ili fast­eigna­sala kynn­ir í einka­sölu: Bauga­nes – glæsi­leg efri sér­hæð í tví­býl­is­húsi í Skerja­firð­in­um.

Fréttablaðið - Fasteignir.is - - Forsíða -

Kom­ið er inn um sér­inn­gang með fata­hengi og stórri geymslu. Teppa­lagð­ur stigi upp á hæð­ina. Kom­ið er upp í hol með par­keti og fata­skáp. Gestasnyrt­ing með dúk. Rúm­gott eld­hús með korki á gólfi, fal­leg upp­runa­leg eik­ar­inn­rétt­ing, góð­ur borð- krókur. Inn af eld­hús­inu er þvotta­hús með hill­um og glugga.

Borð­stofa með par­keti á gólf­um og björt stofa sömu­leið­is með par­keti. Stof­urn­ar eru í opnu rými með mik­illi loft­hæð og á tveim­ur pöll­um sem gef­ur rým­inu skemmti­leg­an svip.

Út úr stof­unni er geng­ið út á yf­ir­byggð­ar sval­ir/sól­skála með flís­um á gólfi, fal­legt út­sýni.

Sér­svefn­her­berg­isálma er í íbúð­inni, fyrst er kom­ið inn í bjart stórt sjón­varps­hol með par­keti á gólfi. Stórt bað­her­bergi með fal­legri upp­runa­legri inn­rétt­ingu, flís­ar í hólf og gólf, baðkar og sturtu­klefi. Rúm­gott hjóna­her­bergi með par­keti og fata­skáp­um. Tvö rúm­góð barna­her­bergi með par­keti og skáp­um.

Íbúð­in er vel hönn­uð og vel í hana lagt í upp­hafi. Eign sem lít­ur vel út að ut­an og inn­an. Góð stað­setn­ing.

Nán­ari upp­lýs­ing­ar hjá Heim­ili fa­steigna­sölu, sími 530 8500.

Til sölu er stór sér­hæð í þessu húsi við Bauga­nes.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.