Fal­legt ein­býli í Garða­bæ

FASTEIGNASALAN TORG KYNN­IR: Glæsi­legt og mik­ið end­ur­nýj­að ein­býli, teikn­að af Kjart­ani Sveins­syni með tveim­ur íbúð­um í Garða­bæ. Upp­lýs­ing­ar gef­ur Jó­hanna Krist­ín Tómas­dótt­ir í síma 698 7695 eða [email protected]­t­org.is.

Fréttablaðið - Fasteignir.is - - Forsíða -

Áað­al­hæð eru stór­ar og glæsi­leg­ar stof­ur, þrjú svefn­her­bergi, tvö bað­her­bergi og stórt frí­stunda­her­bergi. Minni íbúð­in er með stofu og einu svefn­her­bergi, sam­tals 58,3 fm. Sér­inn­gang­ur. Að­al­hæð er 212 fm auk frí­stunda­her­berg­is, þvotta­húss og geymslu. Frístand­andi bíl­skúr er 41,5 fm.

Í að­al­íbúð er kom­ið inn í rúm­gott op­ið and­dyri sem mynd­ar heild­ar­rými við glæsi­leg­ar stof­ur. Á vinstri hönd er við­bygg­ing sem Víf­ill Magnús­son teikn­aði með arni. Beint á móti inn­gangi er ný­upp­gert flísa- lagt bað­her­bergi með rúm­góð­um sturtu­klefa. Inn­an­gengt er úr her­bergi til hlið­ar sem í dag er hjóna­her­bergi. Á hægri hönd eru stof­ur og er op­ið úr borð­stofu og inn í eld­hús. Það var al­gjör­lega end­ur­nýj­að og teikn­að upp af Finni Fróða­syni á ní­unda ára­tugn­um og hef­ur feng­ið að halda sér í þeirri mynd fyr­ir ut­an að upp­þvotta­vél er ný­leg. Þá liggja fjór­ar tröpp­ur upp í op­ið her­bergi/skrif­stofu. Á her­berg­is­gangi eru tvö her­bergi og ný­upp­gert bað­her­bergi. Á gólf­um í stofu og her­bergj­um er ný­legt, fljót­andi eik­ar-plankap­ar­ket.

Íbúð í kjall­ara er tveggja her­bergja sem skipt­ist í for­stofu, eld­hús, lít­ið bað­her­bergi, svefn­her­bergi og stofu.

Rúm­góð­ur og vel rækt­að­ur garð­ur er við hús­ið. Hús­inu hef­ur ávallt ver­ið vel við hald­ið og þak­ið yf­ir­far­ið og lag­að ár­ið 2006.

Þetta ein­býl­is­hús í Garða­bæ er til sölu hjá Fa­steigna­söl­unni Torgi.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.