Ein­býli í litla Skerja­firði

Fa­steigna­mark­að­ur­inn ehf. s. 570-4500 kynn­ir stór­glæsi­legt og frá­bær­lega stað­sett ein­býl­is­hús á tveim­ur hæð­um við Þjórsár­götu í litla Skerja­firði.

Fréttablaðið - Fasteignir.is - - Forsíða -

Hús­ið stend­ur á 439,5 fer­metra eign­ar­lóð með stórri ver­önd, skjól­veggj­um og heit­um potti. Mögu­legt er að byggja bíl­skúr á lóð­inni. Eign­in hef­ur ver­ið mik­ið end­ur­nýj­uð á síð­ast­liðn­um ár­um bæði ut­an- og inn­an­dyra. Má þar nefna raflagn­ir á neðri hæð og raf­magn­stöfl­ur fyr­ir hús­ið, gler og glugg­ar, gól­f­efni og inn­rétt­ing­ar.

For­stof­an er flísa­lögð og með næt­ur­lýs­ingu í vegg. Hol er flísa­lagt og með fata­skáp­um. Úr holi er bakút­gang­ur á ver­önd húss­ins.

Eld­hús­ið er flísa­lagt og með ný­leg­um inn­rétt­ing­um úr burst­uðu stáli og efri hill­um úr viði og gleri. Vönd­uð SMEG-tæki í eld­húsi. Inn­byggð upp­þvotta­vél og góð borð­að­staða eru í eld­húsi. Samliggj­andi rúm­góð­ar stof­ur, par­kett­lagð­ar og bjart­ar með út­gengi á fram- lóð húss­ins um fal­lega hurð með frönsk­um glugg­um.

Inn­felld halógenlýs­ing er í loft­um á neðri hæð húss­ins. Þvotta­her­bergi er með glugga, flísa­lagt í gólf.

Bað­her­bergi er stórt, flísa­lagt í gólf og veggi og með glugga. Baðkar með nuddi, flísa­lagð­ur sturtu­klefi og skáp­ar. Geymsla er inni af bað­her­bergi og með glugga. Geng­ið nið­ur í geymslukjall­ara úr geymslu. Efri hæð er skráð skv. FMR 27,5 fer­metr­ar en er mun stærri að gólf­fleti.

Geng­ið er upp á efri hæð um steypt­an kó­kosteppa­lagð­an stiga þar sem er rúm­gott par­kett­lagt hjóna­her­bergi með út­gangi á sval­ir til suð­urs með út­sýni að Bláfjöll­um, yf­ir flug­völl­inn og víð­ar. Þá er barna­her­bergi og fata­her­bergi á hæð­inni og snyrt­ing með glugga.

Hús­ið hef­ur ver­ið mik­ið end­ur­nýj­að, jafnt að ut­an sem inn­an.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.