Ný stjórn tek­ur við hjá Fé­lagi fast­eigna­sala

Fréttablaðið - Fasteignir.is - - Forsíða -

Fyrsti stjórn­ar­fund­ur nýrr­ar stjórn­ar Fé­lags fast­eigna­sala fór fram á fimmtu­dag en henn­ar bíða fjöl­mörg ný verk­efni. Grét­ar Jónas­son, fram­kvæmda­stjóri FF, seg­ir að þar megi nefna að tryggt verði bet­ur að sú þjón­usta og ráð­gjöf sem veitt er neyt­end­um í stærstu við­skipt­um á lífs­leið­inni sé veitt af lög­gilt­um fast­eigna­söl­um. „Þarna er um al­eigu fólks að ræða og til við­bót­ar fjár­hags­skuld­bind­ing­ar til tuga ára. Mik­ill og baga­leg­ur mis­brest­ur er á þessu og hef­ur færst í auk­ana und­an­far­in miss­eri,“seg­ir Grét­ar.

„Lög­gjöf er í far­vatn­inu er varð­ar störf fast­eigna­sala og skyld­ur gagn­vart neyt­end­um. Fé­lag fast­eigna­sala hef­ur og mun beita sér mjög á ár­inu hvað þetta varð­ar og hef­ur ásamt Neyt­enda­sam­tök­un­um lagt ríka áherslu á stór­aukna neyt­enda­vernd. Fé­lag fast­eigna­sala er 30 ára á ár­inu og mun vegna þess nýta ár­ið til að kynna störf fast­eigna­sala og hlut­verk þeirra við milli­göngu fast­eigna­við­skipta en fé­lag­inu er mik­ið í mun að öll störf fast­eigna­sala séu í hví­vetna unn­in í sam­ræmi við lög og siða­regl­ur og fólki séu ljós­ar þær skyld­ur sem fast­eigna­sal­ar bera við störf sín.“

Ný stjórn FF. Sitj­andi frá vinstri: Ingi­björg Þórð­ar­dótt­ir form­að­ur, Ág­ústa Hauks­dótt­ir með­stjórn­andi og Halla Unn­ur Helga­dótt­ir vara­mað­ur. Frá vinstri í efri röð: Grét­ar Jón­as­son fram­kvæmda­stjóri (sitj­andi), Við­ar Böðv­ars­son vara­form­að­ur, Kjart­an...

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.