Par­hús á eft­ir­sótt­um stað í Lind­un­um í Kópa­vogi

Fa­steigna­sal­an Gimli kynn­ir fal­legt 189 fer­metra par­hús að Fjalla­lind 91 í Kópa­vogi. Hús­ið er á tveim­ur hæð­um með inn­byggð­um bíl­skúr.

Fréttablaðið - Fasteignir.is - - Forsíða -

Nán­ari lýs­ing á hús­inu er sem hér seg­ir: Í and­dyri á neðri hæð er skáp­ur. Inn­an­gengt er það­an í bíl­skúr. Á hæð­inni er sömu­leið­is gesta­sal­erni, stór og björt stofa og borð­stofa með út­gengt á timb­ur­ver­önd og það­an út í garð. Eld­hús­ið er með við­ar­inn­rétt­ing­um og borð­krók. Steypt­ur stigi er frá stofu á efri hæð.

Á efri hæð eru fjög­ur svefn­her­bergi. Út­gengt er á sval­ir frá hjóna­her­bergi. Á hæð­inni er flísa­lagt bað­her­bergi með baðkari, sturtu­klefa og inn­rétt­ingu. Inni af hjóna­her­bergi er þvotta­hús.

Gól­f­efni í hús­inu eru par­kett og flís­ar. Teppi er á stiga. Bíl­skúr­inn, sem er inn­byggð­ur, er 27 fer­metr­ar og full­bú­inn. Lóð­in er falleg og full­bú­in og garðurinn gróð­ur­sæll. Bíla­stæði er hellu­lagt. Op­ið hús verð­ur í dag frá klukk­an 18-19.

Op­ið hús verð­ur í dag frá 18 til 19. Heim­il­is­fang­ið er Fjalla­lind 91.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.