Vönd­uð og falleg eign

Heim­ili fast­eigna­sala kynn­ir: Glæsi­legt endarað­hús að Lóma­söl­um 1, tvær hæð­ir og bíl­skúr. Op­ið hús í dag frá kl. 17.30-18.00. Sölu­mað­ur á staðn­um sýn­ir hús­ið.

Fréttablaðið - Fasteignir.is - - Forsíða -

Hús­ið er á tveim­ur hæð­um. Á efri hæð­inni er gesta­her­bergi, gestasnyrt­ing, stof­ur, eld­hús og bíl­skúr. Á neðri hæð­inni eru fjög­ur her­bergi, hol, bað­her­bergi, fata­her­bergi og þvotta­hús.

Kom­ið er inn í flísa­lagt and­dyri með fata­skáp úr kirsu­berja­við. Gesta­her­bergi með par­keti. Stórt hol með flís­um. Glæsi­legt flísa­lagt eld­hús með sér­smíð­aðri inn­rétt­ingu úr kirsu­berja­viði, granít­borð­plöt­ur og vönd­uð Gor­enje-tæki, áfast bar­borð. Gestasnyrt­ing með flís­um á gólfi og mósaík á veggj­um. Björt stofa og borð­stofa með gegn­heilu par­keti og út­gengi út á sval­ir í suð­ur, fal­legt út­sýni. Mik­il loft­hæð er á efri hæð­inni og eru loft upp­tek­in með lýs­ingu. Úr hol­inu er geng­ið nið­ur par­ket­lagð­an stiga á neðri hæð­ina. Þar eru fjög­ur mjög rúm­góð her­bergi með par­keti og fata­skáp­um í þrem­ur. Bað­her­bergi með flís­um á gólfi og veggj­um, sér­smíð­að­ar inn­rétt­ing­ar, horn­baðkar með nuddi, stór flísa­lagð­ur sturtu­klefi.

Glæsi­legt þvotta­hús með flís­um og inn­rétt­ingu.

Mjög stórt fata­her­bergi með skáp­um og hill­um. Hús­ið er full­bú­ið og eru all­ar inn­rétt­ing­ar sér­smíð­að­ar og allt par­ket er gegn­heilt. Lóð­in er full­frá­geng­in með stóru hellu­lögðu plani og sólpöll­um ut­an um stór­an hluta húss­ins. Bíl­skúr­inn er full­bú­inn, flísa­lagð­ur og með inn­rétt­ing­um. Nán­ari upp­lýs­ing­ar eru veitt­ar á fast­eigna­söl­unni Heim­ili í síma 530 6500.

Fal­legt endarað­hús þar sem er op­ið hús í dag.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.