Taka þátt í eld­varna­fræðslu

Fé­lag fast­eigna­sala hef­ur tek­ið að sér að dreifa fræðslu­efni um eld­varn­ir til fé­lags­manna sinna og er gert ráð fyr­ir að hand­bók um eld­varn­ir heim­il­is­ins fylgi hverj­um gerð­um kaup­samn­ingi á næstu tveim­ur ár­um.

Fréttablaðið - Fasteignir.is - - Forsíða -

Gera má ráð fyr­ir að um fimm þús­und kaup­end­ur hús­næð­is fái efn­ið af­hent með þess­um hætti á ár­inu.

„Það er okk­ur mik­il ánægja að geta tek­ið þátt í þessu mik­il­væga verk­efni. Þeg­ar fólk kaup­ir hús­næði er gott til­efni að huga að eld­vörn­um og tryggja að á nýja heim­il­inu séu nægi­lega marg­ir reyk­skynj­ar­ar og ann­ar eld­varna­bún­að­ur,“seg­ir Grét­ar Jónas­son, fram­kvæmda­stjóri Fé­lags fast­eigna­sala.

Grét­ar og Björn Karls­son, for­stjóri Mann­virkja­stofn­un­ar, skrif­uðu und­ir sam­komu­lag þessa efn­is ný­ver­ið. Í því seg­ir með­al ann­ars að að­il­ar séu sam­mála um mik­il­vægi þess að auka eld­varn­ir á heim­il­um til að draga úr lík­um á tjóni á lífi, heilsu og eign­um.

Í hand­bók heim­il­is­ins um eld­varn­ir er að finna upp­lýs­ing­ar og ráð um nán­ast hvað­eina sem snert­ir eld­varn­ir á heim­il­um. Fjall­að er um reyk­skynj­ara, flótta­áætl­un, slökkvi­bún­að, raf­magn og raf­magns­tæki, gas, eld og eld­fim efni, bruna­hólf­un, eld­varn­ir í sam­eign fjöl­býl­is­húsa og bruna­trygg­ing­ar. Eld­varna­banda­lag­ið gef­ur efn­ið út og stend­ur straum af kostn­aði en það er sam­starfs­vett­vang­ur um aukn­ar eld­varn­ir heim­il­anna. Að­ild að því eiga Eign­ar­halds­fé­lag­ið Bruna­bóta­fé­lag Ís­lands, Fé­lag slökkvi­liðs­stjóra, Lands­sam­band slökkvi­liðs- og sjúkra­flutn­inga­manna, Mann­virkja­stofn­un, Sjóvá-Al­menn­ar trygg­ing­ar hf., Slysa­varna­fé­lag­ið Lands­björg, Slökkvi­lið höf­uð­borg­ar­svæð­is­ins, TM hf., VÍS hf. og Vörð­ur trygg­ing­ar hf.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.