Glæsi­hús á Álfta­nesi

Fa­steigna­sal­an TORG kynn­ir: Stór­glæsi­legt 294,8 fm ein­býli á út­sýn­is­stað á Álfta­nes­inu.

Fréttablaðið - Fasteignir.is - - Forsíða -

Eign­in er á tveim­ur hæð­um með tvö­föld­um bíl­skúr, vand­að­ur frá­gang­ur á lóð og ver­önd með heit­um potti. Glæsi­leg að­koma er að hús­inu, lóð­in er ein­stak­lega fal­lega hönn­uð, bíla­plan og stétt við hús með stimp­il­steypu og hita­lögn. Einnig er frá­geng­ið bíla­plan með­fram hús­inu ásamt geymslu­skúr og litlu garð­hýsi. Stór timb­ur­ver­önd með heit­um potti. Sér­smíð­að­ar inn­rétt­ing­ar frá FAG­US, gól­f­efni og hurð­ir frá Agli Árnasyni, dansk­ir glugg­ar og hurð­ir með stálramma í ytra byrði.

For­stof­an er með rúm­góð­um skáp­um, falleg hurð með gleri inn á hol. Nátt­úruflís­ar á gólfi. Inn af for­stofu er rúm­gott þvotta­hús með góðri inn­rétt­ingu úr hvítt­aðri eik, nátt­úruflís­ar á gólfi. Úr þvotta­húsi er inn­an­gengt í tvöfaldan 46,5 fm bíl­skúr.

Kom­ið er inn í rúm­gott hol með mik­illi loft­hæð þar sem mæt­ist vel hann­að op­ið rými sjón­varps­hols, stofu, borð­stofu og eld­húss. Gesta­bað er flísa­lagt, sér­smíð­uð inn­rétt­ing. Stof­an er björt og rúm­góð, ein­stakt óhindr­að út­sýni. Geng­ið er út á ver­önd úr stofu.

Eld­hús­ið er op­ið að hluta við borð­stofu og stofu með há­um vegg upp í loft. Hvítlökk­uð sér­smíð­uð inn­rétt­ing með granít á borði. Stór eyja með eld­un­ar­að­stöðu. Við eyju er stórt morg­un­verð­ar­borð fyr­ir fimm manns. Inn af eld­húsi er búr með inn­rétt­ingu og vínkæli. Nátt­úruflís­ar á gólfi.

Tvö rúm­góð svefn­her­bergi með tvö­föld­um fata­skáp ásamt vinnu­her­bergi. Bað­her­bergi er flísa­lagt. Rúm­gott hjóna­her­bergi með góðu fata­her­bergi. Inn af her­bergi er bað­her­bergi. Rúm­góð­ur bíl­skúr, flísa­lagt gólf, vask­ur og góð­ir geymslu­skáp­ar. Tveir raf­magns­hurða­opn­ar­ar. Upp­lýs­ing­ar um eign­ina gef­ur Dórot­hea E. Jó­hanns­dótt­ir, dorot­[email protected]­t­org.is, gsm: 898-3326.

Stór­glæsi­legt hús á Álfta­nesi er til sölu hjá fast­eigna­söl­unni Torg.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.