Hús með glæsi­legu út­sýni

Fa­steigna­sal­an Berg kynn­ir: Glæsi­legt ein­býli í Laug­ar­ási í Blá­skóga­byggð, hann­að og teikn­að af ABS teikni­stofu.

Fréttablaðið - Fasteignir.is - - Forsíða -

Hús­ið stend­ur á ein­um glæsi­leg­asta út­sýn­is­stað á Suð­ur­landi og er af­ar vand­að, klætt að ut­an með ál­plöt­um. Glugg­ar ná víða nið­ur í gólf, hiti er í gólf­um á neðri hæð. Öll lýs­ing fyrsta flokks.

Kom­ið er inn í and­dyri með góð­um skáp­um. Til vinstri er þvotta­hús með inn­rétt­ingu og sturtu­klefa. Geng­ið inn gang og þá er kom­ið í hol og stofu með stór­kost­legu út­sýni. Ítalsk­ar flís­ar á gólf­um.

Út­gengt úr stofu á sólpall í aust­ur. Renni­hurð. Til hægri úr stofu er geng­ið í af­ar rúm­gott eld­hús. Flís­ar á gólf­um. Vönd­uð inn­rétt­ing og eld­hús­tæki. Allt fyrsta flokks. Út­gengt úr eld­húsi á sólpall. Úr eld­húsi er gengt í sjón­varps­her­bergi/ her­bergi. Inn af stofu er rúm­gott horn­her­bergi með frá­bæru út­sýni. Bað­her­bergi flísa­lagt, baðkar. Rúm­gott her­bergi með mik­illi loft­hæð. Inn­felld lýs­ing í loft­um. Mik­il loft­hæð.

Úr holi er stigi á efri hæð. Á efri hæð er eitt stórt rými/ her­bergi. Stór­brot­ið út­sýni í all­ar átt­ir. Plankap­ar­kett úr eik á gólf­um. Út­gengt á þak/ver­önd. Eft­ir er að setja upp hand­rið á þakkant. Op­ið bíl­skýli. Inni af því er gott geymslu­her­bergi. Hægt er að loka bíl­skýli kjósi fólk svo. All­ar nán­ari upp­lýs­ing­ar og ráð­gjöf veit­ir Pét­ur hjá Berg fast­eigna­sölu í síma 588 5530 eða 897 0047.

Fal­legt hús í Laug­ar­ási er nú til sölu hjá Berg fast­eigna­sölu.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.