Íbúð með sýn til sjáv­ar

Eignamiðl­un hef­ur til sölu 200 fm efri hæð, ris og bíl­skúr í glæsi­legu húsi við Ægisíð­una.

Fréttablaðið - Fasteignir.is - - Forsíða -

Hús­ið er teikn­að af Hall­dóri H. Jóns­syni. Í því eru stór­ar stof­ur með góðri loft­hæð, þrenn­ar sval­ir og allt að fimm svefn­her­bergi. Mögu­leiki er að nýta ris­ið sem sérstaka þriggja her­bergja íbúð. Í ris­inu eru mjög góð­ir kvist­ir og hátt er til lofts.

Heild­ar­flat­ar­mál eign­ar­inn­ar er um 200 fm. Íbúð­ar­rými neðri hæð­ar er 116,6 fm, ris­hæð er 51 fm og bíl­skúr 30 fm. Að bíl­skúrn­um er sam­eig­in­leg inn­keyrsla en inn­gang­ur að íbúð­inni er sér.

Eld­hús á að­al­hæð­inni er með hvítri sér­smíð­aðri inn­rétt­ingu. Bað­her­berg­ið var end­ur­nýj­að ár­ið 2004.

Íbúð­inni fylg­ir sér­þvotta­hús og geymsla í kjall­ara auk bíl­skúrs. Geymsl­an er 6 fm, köld með glugg­um, en þvotta­hús­ið er u.þ.b. 12 fm. Garðurinn við hús­ið er sam­eig­in­leg­ur en af­ar fal­leg­ur og rækt­ar­leg­ur.

Frá hús­inu er glæsi­legt sjáv­ar­út­sýni. Eign­in hef­ur hlot­ið mjög gott við­hald. Verð 88 m.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.