Á besta stað í Garða­bæ

Fa­steigna­sal­an TORG kynnir heill­andi fjöl­skyldu­hús á vin­sæl­um stað í Garða­bæ. Þar verð­ur op­ið hús frá klukk­an 17.30 til 18 í dag.

Fréttablaðið - Fasteignir.is - - Forsíða -

Ein­býl­is­hús­ið að Tún­fit 6 er á einni hæð, glæsi­legt, vand­að og vel skipu­lagt. Hús­ið stend­ur á eft­ir­sótt­um stað og ör­stutt er í skóla, íþrótta­svæði og alla þjón­ustu.

Hús­ið er 220,5 fer­metr­ar, þar af inn­byggð­ur bíl­skúr 68,2 fer­metr­ar. Bú­ið er að stúka 30 fer­metra íbúð af bíl­skúrn­um sem er til­val­in fyr­ir ung­ling­inn eða til út­leigu.

Við komu í Tún­fit 6 er geng­ið inn í glæsi­lega og rúm­góða for­stofu með góð­um eikarfata­skáp­um. Fal­leg renni­hurð að­skil­ur for­stofu og að­al­rými og það­an kom­ið í rúm­gott sjón­varps­hol. Eld­hús­ið er vel út­bú­ið með glæsi­legri, sér­smíð­aðri eik­ar­inn­rétt­ingu og vönd­uð­um ELBA-tækj­um. Gólf­ið er flísa­lagt og op­ið inn í borðstofu með út­gengi um renni­hurð út á hellu­lagða ver­önd. Stof­an er björt og op­in með par­keti og góðri loft­hæð. Svefn­her­berg­in eru þrjú og mjög góð­ir skáp­ar í hjóna­her­bergi. Aðal­bað­her­bergi er bjart og fal­legt, með góðri inn­rétt­ingu og horn­baðkari. Gesta­bað­her­bergi er með rúm­góðri sturtu. Þvotta­hús er vel út­bú­ið með miklu skápaplássi og vaski. Inn­an­gengt er í bíl­skúr­inn.

Nán­ari upp­lýs­ing­ar veit­ir Haf­dís Rafns­dótt­ir sölu­stjóri í síma 8956107 eða á hafd­[email protected]­t­org.is.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.