Ein­býli í Ár­bæ

Val­höll og Sig­þór Braga­son lögg.fast­eignasli sími 899-9787 kynna: Stór­glæsi­legt og mik­ið end­ur­nýj­að 282,6 fm ein­býl­is­hús á góð­um stað í Ár­bæn­um.

Fréttablaðið - Fasteignir.is - - Forsíða -

Lýs­ing á eign: Á neðri hæð er for­stofa og hol með nýj­um Mustang-flís­um og hita í gólfi og nýj­um skáp­um. Mjög stórt her­bergi er á þess­ari hæð með fata­skáp­um. Á neðri hæð­inni er rými sem var not­að sem auka­í­búð og skipt­ist það í tvö her­bergi, snyrt­ingu og geymslu (inn­rétt­að sem sauna­klefi). Mjög auð­velt er að breyta aft­ur í auka­í­búð ef vill.

Efri hæð: Stór stofa með par­keti á gólfi og mik­illi loft­hæð. Eld­hús er við hlið stof­unn­ar og er það með nýrri eik­ar­inn­rétt­ingu með eyju og hellu­borði. Fal­leg­ar stein­flís­ar eru á eld­hús­gólfi, eld­hús­ið var endurýj­að 2008. Gengt er út á sval­ir úr eld­húsi og er mik­ið út­sýni yf­ir borg­ina frá svöl­um og stofu. Við her­bergja­gang eru þrjú her­bergi; gott hjóna­her­bergi og tvö barna­her­bergi, öll par­ket­lögð og með nýj­um fata­skáp­um. Bað­her- bergi er við gang­inn og er það bæði með sturtu­klefa og baðkari, flísa­lagt í hólf og gólf. Þvotta­hús með ný­leg­um inn­rétt­ing­um þar sem tæk­in eru í vinnu­hæð, opn­an­leg­ur gluggi er í þvotta­húsi. Við enda her­bergja­gangs er geng­ið út á suð­aust­ursval­ir en það­an er geng­ið nið­ur á stóra skjól­sæla ver­önd. Ný­lega var byggð geymsla við hús­ið í bak­garð­in­um og eru sval­irn­ar of­an á henni.

Út­sýni er yf­ir borg­ina. Þakkant­ur var end­ur­nýj­að­ur 2008 og þak mál­að. Einnig var garðurinn all­ur end­ur­nýj­að­ur, skipt um jarð­veg og sett­ar stein­hleðsl­ur, nýtt gras, plönt­ur o.fl. Ný falleg hellu­lögn með­fram hús­inu með hita­lögn­um und­ir. Pall­ur­inn var gerð­ur 2011 og er gert ráð fyr­ir að setja þar heit­an pott. Ný­ir skjól­vegg­ir við sólpall. Mjög falleg og mik­ið end­ur­nýj­uð eign sem hef­ur ver­ið vel við hald­ið og ekk­ert til spar­að.

Hús­ið hef­ur ver­ið mik­ið end­ur­nýj­að, með­al ann­ars er eld­hús­ið nýtt.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.