Gott hús við Eikju­vog

Fold fast­eigna­sala kynnir fal­legt um 290 fm ein­býl­is­hús í Eikju­vogi, þar af er um 75 fm óskráð­ur kjall­ari.

Fréttablaðið - Fasteignir.is - - Forsíða -

Á fyrstu hæð er for­stofa með flís­um á gólfi og fata­skáp. Lít­il gestasnyrt­ing með mósaík­flís­um. Hol með par­keti. Rúm­gott eld­hús með kork­flís­um, upp­runa­legri inn­rétt­ingu og borð­krók. Stór­ar stof­ur með par­keti og ar­inn í stofu, hlað­inn úr Drápu­hlíð­ar­grjóti. Á sér­gangi er sjón­varps­hol og fjög­ur til fimm par­ket­lögð svefn­her­bergi. Bað­her­bergi er end­ur­nýj­að með baðkari og sturtu­klefa, dúk­ur á gólfi. Þvotta­hús með mósaík­flís­um á gólfi, góðri inn­rétt­ingu og glugga.

Úr þvotta­húsi er hring­stigi nið­ur í kjall­ara sem er und­ir hluta húss­ins. Kjall­ar­inn er ekki með fullri loft­hæð.

Sér­inn­gang­ur er að aust­an­verðu í kjall­ar­ann. Snyrt­ing með dúk. Op­ið rými með flís­um, tvö her­bergi með teppi og tvær stór­ar geymslur.

Eign­in er skráð 217 fm hjá FMR. Íbúð­ar­hæð­in er skráð 172 fm og bíl­skúr­inn 45 fm. Óskráð­ur kjall­ar­inn er um 75 fm að sögn selj­anda. Hús­ið er byggt ár­ið 1968 en um­hverf­is það er fal­leg­ur garð­ur. Vand­að og vel skipu­lagt hús á góð­um stað. Mögu­leiki að inn­rétta íbúð í kjall­ara.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.