Hót­el á Pat­reks­firði

Fa­steignamið­stöð­in, Hlíða­smára 17, hef­ur til sölu fast­eign­ina að Aðalstræti 31 á Pat­reks­firði. Þar er rek­ið Hót­el Ráða­gerði.

Fréttablaðið - Fasteignir.is - - Forsíða -

Hót­el Ráða­gerði er í mynd­ar­legu 373,5 fm húsi á tveim­ur hæð­um auk kjall­ara. Hús­ið hef­ur ver­ið gert upp að mestu síð­ast­lið­in ár.

Í hús­inu eru 10 her­bergi, 7 bað­her­bergi, stof­ur, eld­hús og geymslu­rými. Á fyrstu hæð húss­ins er mögu­leiki á að bæta við þrem­ur her­bergj­um og bað­her­bergj­um. Hús­ið er í dag í út­leigu og nýtt und­ir ferða­þjón­ustu. Hús­ið er án efa með reisu­legri hús­um á Pat­reks­firði. Það stend­ur hátt og það­an er stór­kost­legt út­sýni yf­ir all­an fjörð­inn. Eign sem vert er að skoða og gef­ur ýmsa mögu­leika.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.