Út­sýni yf­ir Skerja­fjörð

Fa­steigna­sal­an Mið­borg hef­ur til sölu fal­lega, bjarta og mjög rúm­góða 2-3 herb. íbúð, á 5. hæð í góðu fjöl­býli með lyftu, á Þorra­götu.

Fréttablaðið - Fasteignir.is - - Forsíða -

Allt hús­ið er byggt og hann­að með þarf­ir eldri borg­ara í huga. Allt að­gengi er mjög gott og hús­vörð­ur er starf­andi í hús­inu.

Eign­inni fylg­ir sér bíl­skúr en inn­an­gengt er úr hon­um í góða geymslu og sam­eign sem ligg­ur að lyftu. Úr bjartri og snyrti­legri sam­eign á 5. hæð er geng­ið inn í hol með rúm­góð­um fata­skáp. Eld­hús sem teng­ist holi og borð­stofu er með fal­legri inn­rétt­ingu og góðu skápaplássi. Þak­gluggi er í eld­húsi sem veit­ir góðri dags­birtu inn í rým­ið.

Stofa/ borð­stofa er björt með stór­um gólf­síð­um suð­ur­glugg­um. Það­an er gott út­gengi á rúm­góð­ar suð­vest­ursval­ir með stór­kost­legu út­sýni til sjáv­ar (út yf­ir Skerja­fjörð­inn). Sjón­varps­her­bergi er inn af borð­stofu og hægt að breyta í her­bergi. Íbúð­in snýr öll í suð­ur og er með beyki par­keti og ljós­um marm­ara á íveru­rým­um.

Bað­her­bergi með sturtu­klefa er rúm­gott með góðu skápaplássi. Vegg­ir og gólf eru flísa­lögð. Hjóna­her­bergi er með stór­um fata­skáp og tveim­ur suð­ur­glugg­um. Flísa­lagt þvotta­hús/geymsla með góðum hill­um er inn­an íbúð­ar.

Öllu hús­inu og lóð er mjög vel við hald­ið. Góð bíla­stæði eru fyr­ir fram­an hús og sér dekkja­geymsla er á lóð­inni fyr­ir íbúa. Inn­an­gengt er úr sam­eign í Þorra­sel, sem er þjón­ustumið­stöð og dag­vist­un á veg­um Reykja­vík­ur­borg­ar fyr­ir eldri borg­ara.

Íbúð­in er á efstu hæð með suð­vest­ursvöl­um og óvið­jafn­an­legu út­sýni.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.