Fal­legt ein­býli í mið­bæn­um

Remax Senter og Brynj­ar Ing­ólfs­son kynna fal­legt ein­býl­is­hús í mið­bæn­um.

Fréttablaðið - Fasteignir.is - - Forsíða -

Hús­ið stend­ur á horni Ný­lendu­götu og Bakka­stígs, eða við Bakka­stíg 4 , og er um að ræða virki­lega sjarmerandi og huggu­lega eign. Stað­setn­ing­in er skemmti­leg og er mik­il upp­bygg­ing í ná­grenn­inu. Ný­lendu­gata er ein­stefnu­gata og Bakka­stíg­ur botn­langa­gata. Þess má til gam­ans geta að á síð­asta ári var hald­in Bakka­stígs­há­tíð með kór og fleiri uppá­kom­um á Menn­ing­arnótt.

Nán­ari lýs­ing á eign­inni er sem hér seg­ir: Stof­an er hlý­leg og björt. Gaml­ar fjal­ir eru á gólfi hæð­ar­inn­ar sem gefa henni mik­inn sjarma. Eld­hús­ið er ný­lega end­ur­nýj­að með flís­um á gólfi og miklu skápaplássi. Ris­hæð­in er með þrem­ur svefn­her­bergj­um, sjón­varps­holi og bað­her­bergi með baðkari. Mjög mik­il loftæhð­er á hæð­inni þar sem ris­ið fær að njóta sín.

Jarð­hæð­in sam­an­stend­ur af vinnu­stofu, svefn­her­bergi, þvotta­húsi, geymslu og sal­erni. Hús­ið er á eign­ar­lóð. Út­gengt er frá stof­unni út á litla ver­önd með stiga nið­ur í garð­inn. Garð­ur­inn er sjarmerandi. Hann snýr í suð/aust- ur. Í garð­in­um er úti­hús (sem er skráð sem geymsla) sem býð­ur upp á mikla mögu­leika. All­ar nán­ari upp­lýs­ing­ar veit­ir Brynj­ar Ing­ólfs­son í síma 6668999 eða á [email protected]

Hús­ið stend­ur á horni Ný­lendu­götu og Bakka­stígs.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.