Glæsi­leg­ar nýj­ar íbúð­ir

Val­höll, fast­eigna­sala kynnir: Nýj­ar íbúð­ir í Nönnu­brunni 1, Úlfarsár­dal.

Fréttablaðið - Fasteignir.is - - Forsíða -

Að sögn Þór­unn­ar Páls­dótt­ur, bygg­ing­ar­verk­fræð­ings og sölu­full­trúa hjá Val­höll fast­eigna­sölu, eru fjór­ar íbúð­ir af tíu þeg­ar seld­ar. Sami bygg­ing­ar­að­ili, In­tegr­um ehf., og byggði Friggj­ar­brunn 3 og 5 og sömu hönn­uð­ir eru að þessu húsi. Jón Hrafn Hlöðvers­son er að­al- hönn­uð­ur og Bryn­dís Eva Jóns­dótt­ir inn­an­húss­hönn­uð­ur. Um er að ræða lyftu­hús á þrem­ur hæð­um, íbúð­ir frá 75,3 fm til 146,4 fm með stæði í bíla­kjall­ara. Mik­ið og fal­legt út­sýni er úr flest­um íbúð­anna. Af­hend­ing verð­ur snemma á næsta ári.

Inn­rétt­ing­ar eru sér­smíð­að­ar hjá Fag­us. Borð­plöt­ur eru frá Gr­anít­stein­um og span­hellu­borð og bök­un­ar­ofn­ar af teg­und­inni Gor­enje frá Rönn­ing.

Á gólf­um verð­ur há­gæða gól­f­efni frá Parka, plankap­ar­ket og 60x60 flís­ar. Vönd­uð blönd­un­ar­tæki og vask­ar eru frá Tengi. „Þetta hverfi er í mik­illi upp­bygg­ingu og verð­ur af­skap­lega fal­legt og gott til bú­setu,“bæt­ir Þór­unn við.

Úlfarsár­dal­ur­inn er held­ur bet­ur kom­inn á kort­ið. Marg­ir eru að upp­götva þessa nátt­úruperlu í borg­inni. All­ar frek­ari upp­lýs­ing­ar veit­ir Þór­unn Páls­dótt­ir í s: 773-6000 eða thor­unn@val­holl.is.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.