Sveita­sæla í miðri borg

Val­höll fast­eigna­sala hef­ur til sölu fok­helt hús í Hólma­þingi við Ell­iða­vatn.

Fréttablaðið - Fasteignir.is - - Forsíða -

Hús­ið er hið glæsi­leg­asta og stend­ur á bygg­ing­ar­lóð sem er með þeim fal­legri á höf­uð­borg­ar­svæð­inu. Það stend­ur í skóg­arrjóðri með ein­stöku út­sýni yf­ir Ell­iða­vatn.

Hús­ið er op­ið, bjart og skemmti­legt með mik­illi loft­hæð, sam­tals 230,5 fm. Aðkoma er frá Ell­iða­hvamms­vegi.

Geng­ið er inn í rúm­gott and­dyri. Á hægri hönd verð­ur gesta­sal­erni og geng­ið inn í 23,5 fm bíl­skúr. Inn af bíl­skúr verð­ur 7,4 fm geymsla. Á vinstri hönd úr and­dyri er 20,6 fm vinnu­her­bergi eða barna­her­bergi. Geng­ið er upp hálfa hæð í bjarta og opna 56,2 fm stofu/eld­hús með mik­illi loft­hæð og gert er ráð fyr­ir arni. Það­an er geng­ið út í af­ar fal­leg­an gró­inn garð í skóg­arrjóðri. Geng­ið er upp hálfa hæð í glæsilega efri stofu með mögn­uðu út- sýni yf­ir Ell­iða­ár­vatn. Það­an er út­gengt á 20 fm sval­ir. Á sömu hæð verða einnig skv. teikn­ingu tvö barna­her­bergi eða fjöl­skyldu­her­bergi, þvotta­hús og glæsi­leg hjóna­svíta með bað­her­bergi. Lóð­in er 1.012 fm.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.