Fal­legt hús á Skag­an­um

Val­höll fast­eigna­sala og Þór­unn Páls­dótt­ir sölu­full­trúi s: 773-6000 kynnir: Sóleyj­ar­götu 10, Akra­nesi. Fal­legt ein­býli á þrem­ur hæð­um á mjög góðum stað.

Fréttablaðið - Fasteignir.is - - Forsíða -

Hús­ið var byggt ár­ið 1953 og hef­ur alla tíð ver­ið í eigu sömu fjöl­skyldu. Kom­ið er inn í flísa­lagt and­dyri á jarð­hæð. Geng­ið er eina hæð upp stiga í rúm­gott hol með inn­byggð­um skáp­um. Það­an er á tveim­ur stöð­um geng­ið inn í stór­ar, bjart­ar samliggj­andi stof­ur og borð­stofu.

Úr stofu er geng­ið inn í 14 fm sól­stofu sem byggð var ár­ið 1987 og það­an er út­gengt á stóra steypta sól­baðsver­önd með fal­legu út­sýni. Úr holi er á vinstri hönd geng­ið inn í bjart eld­hús með inn­rétt­ingu frá átt­unda ára­tugn­um, en um fjög­urra ára eld­hús­tækj­um frá Blom­berg, kera­mik­hellu­borði og góðum ofni. Við hlið­ina er bað­her­bergi. Úr holi er geng­ið upp á efstu hæð húss­ins þar sem er lít­il snyrt­ing og fjög­ur svefn­her­bergi. Úr for­stofu á jarð­hæð er geng­ið inn í rými sem býð­ur upp á mikla mögu­leika, svo sem vinnu­stofu.

Grunn­flöt­ur húss­ins er um 80 fm á þrem­ur hæð­um, en efsta hæð­in er und­ir súð. Auk þess er um 14 fm sól­stofa og 45,1 fm bíl­skúr.

Garð­ur­inn er mjög fal­leg­ur, skjól­sæll og vel hann­að­ur. Skemmti­leg­ar tröpp­ur liggja það­an upp á sól­baðsver­önd­ina.

Fal­legt hús með góðum garði. Gott út­sýni er frá hús­inu.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.