Fal­legt hús í Vest­ur­bæn­um

Fa­steigna­sal­an TORG kynnir: Fal­legt ein­býl­is­hús á tveim­ur hæð­um ásamt stein­steypt­um kjall­ara að Sól­valla­götu.

Fréttablaðið - Fasteignir.is - - Forsíða -

Hús­ið er 235,5 fer­metr­ar að stærð og þar af er 25,2 fer­metra stein­steypt­ur bíl­skúr sem var byggð­ur nýr frá grunni 2006. Hús­ið hef­ur ver­ið mik­ið end­ur­nýj­að á und­an­förn­um ár­um, m.a. eld­hús, bað­her­bergi, lagn­ir og fleira. Skipt var um glugga í stofu og járn á öllu hús­inu ár­ið 1999 og hús­ið var dren­að ár­ið 2006. Ár­ið 2010 var byggð­ur fal­leg­ur sólpall­ur út frá stof­unni með stiga nið­ur í garð­inn. Hús­ið var mál­að að ut­an 2013 og raf­magn end­ur­nýj­að um 1985. Í for­stofu eru fal­leg­ir sér­smíð­að­ir skáp­ar. Eld­hús­ið er rúm­gott með beyk­i­inn­rétt­ing­um og -borð­plöt­um. Góð­ur borð­krók­ur og kork­flís­ar á gólfi. Inn­byggð Miele-upp­þvotta­vél og tvö­fald­ur ofn fylgja með, einnig inn­byggð­ur Siem­ens­ís­skáp­ur og kera­mik­hellu­borð.

Samliggj­andi stof­ur með par­keti á gólfi. Vængja­hurð er úr stofu út á ver­önd. For­stofu­her­bergi er op­ið inn í stofu og for­stofu. Par­ket á gólfi. Mögu­leiki væri á að loka því og nota sem svefn­her­bergi. Á efri hæð eru þrjú rúm­góð svefn­her­bergi og flísa­lagt bað­her­bergi með baðkari og sturtu­klefa.

Inn­an­gengt er úr for­stofu í kjall­ara en einnig er sér­inn­gang­ur. Þar er þvotta­hús, snyrt­ing og tvö stór her­bergi. All­ar nán­ari upp­lýs­ing­ar veit­ir Haf­dís Rafns­dótt­ir sölu­stjóri, gsm 895- 6107, eða hafd­is@fast­t­org.is OP­IÐ HÚS Í DAG, 28. JÚLÍ, kl. 18.30-19.00, SÓLVALLAGATA 57.

Op­ið hús í dag að Sól­valla­götu 57.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.