Flott hönn­un á frá­bær­um stað

RE/MAX ALPHA kynnir vel skipu­lögð og hag­an­lega hönn­uð par­hús í Búða­vaði, Norð­linga­holti.

Fréttablaðið - Fasteignir.is - - Forsíða -

Hús­in eru um 250 fm á tveim­ur hæð­um. Geng­ið er inn í for­stofu á neðri hæð, þvotta­hús þar inn af. Úr for­stofu er einnig inn­an­gengt í bíl­skúr­inn, sem er rúm­góð­ur, og geymslu. Rúm­gott op­ið rými sem gæti hent­að vel sem fjöl­skyldu­rými eða sjón­varps­hol, út­gangi út í garð. Svefn­her­berg­in eru þrjú og þar af eitt einkar rúm­gott með út­gangi í garð­inn. Lóð­in er í jaðri hverf­is­ins og því nátt­úr­an óspillt fyr­ir ut­an lóð­ar­mörk­in. Óhindr­að út­sýni yf­ir Ell­iða­vatn og fjalla­hring­inn.

Þeg­ar kom­ið er upp á efri hæð­ina er einkar rúm­góð stofa í suð­urenda með stór­um glugg­um og út­gengi á rúm­lega 20 fm sval­ir með fal­legu út­sýni yf­ir að Ell- iða­vatni. Eld­hús­ið og borð­stof­an eru samliggj­andi, op­ið og bjart rými og úr borð­stof­unni er út­gengt á sval­irn­ar. Mik­il loft­hæð sem ger­ir hæð­ina bjarta og skemmti­lega. Í norð­urenda er rúm­góð hjóna­svíta með fata­her­bergi og bað­her­bergi. Við hlið hjóna­svítu er les­stofa/sjón- varps­stofa. Úr hjóna­svítu og les­stofu er út­gengt á sval­ir. Geng­ið er inn í bað­her­berg­ið úr fata­her­bergi og af gangi við eld­hús.

Hús­in eru í bygg­ingu og af­hend­ast til­bú­in til inn­rétt­inga, skemmti­leg­ur kost­ur fyr­ir þá sem vilja setja sinn eig­in svip á hús­in.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.