Lóð með stang­veiðirétti

Fold fast­eigna­sala kynnir vel gróna og fal­lega lóð við Apa­vatn með stang­veiðirétti.

Fréttablaðið - Fasteignir.is - - Forsíða -

Gró­in 2,3 hekt­ara vatns­bakka­lóð er til sölu á besta stað við Apa­vatns­nes, sunn­an meg­in við Apa­vatn, ásamt 11 pró­senta hlut í 26,5 hekt­ara landi sem er í óskiptu landi lóð­ar­eig­anda við nes­ið.

Stang­veiðirétt­ur fylg­ir kaup­un­um sam­kvæmt samn­ingi sum­ar­húsa­fé­lags­ins á svæð­inu.

Lóð­in er nr. 3 og er eina lóð­in með­fram vatns­bakk­an­um sem ekki er bú­ið að byggja sum­ar­hús á.

Spild­an sem til­heyr­ir heild­ar- land­inu er um 48 hekt­ar­ar en níu lóð­ir eru á því svæði af svip­aðri stærð. Stang­veiði­leyfi með­fram Apa­vatns­nesi fylg­ir hverri lóð. Á hverri lóð er leyfi­legt að byggja eitt sum­ar­hús ásamt gesta­húsi sem er inn­an við 20 fer­metr­ar.

Lóð­in er á af­ar fá­förnu svæði og því hent­ug fyr­ir hvern þann sem vill slappa af í ró­legu um­hverfi.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.