Í ná­lægð golf­vall­ar

Heim­ili fast­eigna­sala, s. 530-6500 kynn­ir: Gott 250 fm ein­býl­is­hús á einni hæð með inn­byggð­um bíl­skúr. Íbúð­ar­rými er 218,7 fm og bíl­skúr­inn 31 fm.

Fréttablaðið - Fasteignir.is - - Forsíða -

Hús­ið er við Bakkastaði í Grafar­vogi með Kor­p­úlfs­staða­golf­völl í göngu­færi. Einnig gott úti­vist­ar­svæði og göngu­leið­ir í næsta ná­grenni. Hús­ið er á einni hæð, fal­lega hann­að­ur garð­ur og stór­ir af­girt­ir sólpall­ar. Stutt í skóla- og leik­skóla. Kom­ið er inn í flísa­lagt hol. Mikl­ir og góðir skáp­ar. Gesta­sal­erni. Geng­ið er inn í bíl­skúr frá holi. Rúm­gott sjón­varps­hol með mik­ill loft­hæð, fimm svefn­her­bergi eru í hús­inu, fjög­ur rúm­góð barna­her­bergi (eitt þeirra not­að sem tölvu­her­bergi) og stórt hjóna­her­bergi, út­gengt út á pall, mik­il loft­hæð. Skáp­ar í öll­um her­bergj­um. Par­ket á gólf­um.

Stórt bað­her­bergi með horn­baðkari og sturtu­klefa, gólf og vegg­ir flísa­lagð­ir. Loft­hæð er mik­il í borð­stofu og stofu, út­gengt í garð. Eld­hús­ið er með mik­illi og góðri inn­rétt­ingu, út­gengt á ver­önd. Frá þvotta­húsi er út­gengt á ver­önd með heit­um potti. Kirsu­berja­við­ur í hurð­um og inn­rétt­ing­um. Inn­rétt­ing­ar hann­aði Guð­rún Atla­dótt­ir arki­tekt. Gólf­hiti nema í stofu og her­bergj­um. Glæsi­leg eign á góð­um stað sem vert er að skoða. Hús­ið er laust til af­hend­ing­ar.

Mögu­leg skipti á minni eign. All­ar upp­lýs­ing­ar veit­ir Bogi Mol­by Pétursson fast­eigna­sali – bogi@heim­ili.is.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.