Glæsi­legt einbýli í Viðju­gerði

HÍ­BÝLI Fast­eigna­sala, s. 5858800 kynn­ir: Glæsi­legt 290,8 fm ein­býl­is­hús á tveim­ur hæð­um á eft­ir­sótt­um stað. Op­ið hús að Viðju­gerði 7 í dag milli kl. 17 og 18.

Fréttablaðið - Fasteignir.is - - Forsíða -

Kom­ið er inn í and­dyri með fata­hengi. Stórt hol með norskri stein­skífu á gólfi, það­an er geng­ið upp á efri hæð­ina. Einnig út í skjól­góð­an garð með stórri ver­önd, stór­ir glugg­ar sem ná yf­ir báð­ar hæð­ir.

Á neðri hæð­inni eru tvö par­ket­lögð barna­her­bergi, stór inn­byggð­ur fata­skáp­ur í öðru. Bað­her­bergi á milli her­bergj­anna, flísa­lagt í hólf og gólf, baðkar, gluggi. Hjóna­her­bergi með inn­byggð­um fata­skáp. Sér­bað­her­bergi inn af, flísa­lagt í hólf og gólf, stór steypt­ur sturtu­klefi. Þvotta­hús er við hol­ið, góð inn­rétt­ing, út­gang­ur það­an út á stétt fram­an við hús­ið. Við þvotta­hús er geymsla.

Stór inn­byggð­ur bíl­skúr með vatni og raf­magni, glugg­ar á bíl­skúr.

Efri hæð: Sjón­varps­stofa með út­gangi út á suð­ursval­ir. Stór setu­stofa með arni sem einnig er op­in við hol­ið. Borð­stofa er samliggj­andi setu­stofu. Norsk stein­skífa á stof­um og holi/gangi. Tvö góð her­bergi á hæð­inni, kork­flís­ar á öðru, stein­skífa á hinu. Eld­hús­inn­rétt­ing úr harð­plasti og pales­and­erviði, skáp­ar með renni­hurð­um, gluggi, kork­flís­ar á gólfi. Inn af er gott búr með inn­rétt­ingu. Bað­her­bergi er á efri hæð­inni, flísa­lagt í hólf og gólf, flísa­lagð­ur sturtu­klefi, gluggi. Hús­ið hef­ur ver­ið í eigu selj­anda frá upp­hafi og hef­ur alla tíð feng­ið mjög gott við­hald, stutt í versl­un og þjón­ustu.

Op­ið hús verð­ur að Viðju­gerði 7 í dag.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.