Op­ið hús að Álandi 1

Eignamiðl­un hef­ur til sölu ný­legt, glæsi­legt og af­ar vand­að ein­býl­is­hús við Áland í Foss­vogi.

Fréttablaðið - Fasteignir.is - - Forsíða -

Hús­ið er á tveim­ur hæð­um, 205 fm að stærð ásamt 28 fm sér­stæð­um bíl­skúr, sam­tals 233 fm. Hús­ið er byggt 1999. Lóð­in er um 900 fm með um 100 fm harð­við­ar­sólpalli og skjól­veggj­um. Hita­lögn er í stétt­um. Góð bíla­stæði.

Neðri hæð húss­ins skipt­ist í for­stofu með gesta­sal­erni, eld­hús, borð­stofu, stofu og dag­stofu með bað­her­bergi inn af. Geng­ið er nið­ur tvær tröpp­ur í stof­una. Þar er um þriggja metra loft­hæð með há­um glugg­um til suð­urs. Inn af borð­stofu er dag­stofa ásamt bað­her­bergi með sturtu og það­an er út­gengt í skjól­sæl­an reit með heit­um potti.

Geng­ið er upp steypt­an stiga á efri hæð húss­ins. Hún skipt­ist í stórt fjöl­skyldu­her­bergi með vinnu­að­stöðu, sjón­varps­rými og þvotta­húsi og svo bað­her­bergi, hjóna­her­bergi og barna­her­bergi. Bað­her­berg­ið er með tvö­föld­um vaski og tveim­ur sturt­um. Hægt er að loka her­bergj­un­um og bað­her­berg­inu af með renni­hurð og mynda þannig hjóna­svítu. Á efri hæð­inni eru sval­ir sem hægt er að ganga út á úr hjóna­her­bergi og fjöl­skyldu­rými. Auð­velt er að setja upp tvö her­bergi til við­bót­ar.

Bað­her­bergi á efri og neðri hæð eru flísa­lögð hólf í gólf, með vönd­uð­um sér­smíð­uð­um inn­rétt­ing­um. Eld­hús er með vand­aðri sér­smíð­aðri inn­rétt­ingu. Inn­byggð upp­þvotta­vél, hellu­borð og tveir bak­ara­ofn­ar eru frá Miele. All­ar inn­rétt­ing­ar í hús­inu eru sér­smíð­að­ar af Trémiðj­unni Borg. Ar­inn í stofu er klædd­ur með ís­lensku hraungrýti. Á gólfi neðri hæð­ar er fr­ansk­ur nátt­úru­steinn og á efri hæð er nið­ur­límt gegn­heilt hic­kor­yp­ar­ket. Bíl­skúr­inn er með glugg­um og sér inn­gangi og er í dag skipt upp í her­bergi og geymslu. Hús­ið er teikn­að af Hildigunni Har­alds­dótt­ur arki­tekt hjá Hús og skipu­lag. Op­ið hús verð­ur mánu­dag­inn 29. sept­em­ber milli kl. 17 og 18.

Hús­ið við Áland 1 er ein­stak­lega glæsi­legt.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.