Hús með sjö íbúð­um

Fa­steigna­mark­að­ur­inn ehf. s. 570-4500 kynn­ir heila hús­eign við Bergstaða­stræti 44. Sjö íbúða hús, þrjár hæð­ir og ris­hæð auk bíl­skúrs, sem nýtt­ur er sem hjóla- og vagna­geymsla fyr­ir hús­ið. Mik­ils út­sýn­is nýt­ur af efri hæð­um.

Fréttablaðið - Fasteignir.is - - Forsíða -

Eign­in var öll inn­rétt­uð á af­ar vand­að­an og smekk­leg­an máta ár­ið 2013. Olíu­bor­ið par­ket er á gólf­um íbúða ut­an bað­her­bergja, sem eru flísa­lögð í gólf og veggi og með flísa­lögð­um sturt­um með gler­hurð­um.

Inn­rétt­ing­ar og inni­hurð­ir eru hvít­ar, sem og eld­hús­inn­rétt­ing­ar sem eru all­ar með inn­byggð­um ís­skáp­um og upp­þvotta­vél­um. Tæki í eld­hús­um eru AEG og lýs­ing í loft­um er að hluta inn­byggð. Screen-glugga­tjöld eru í öll­um íbúð­um.

Sval­ir eru á öll­um íbúð­um á efri hæð­um húss­ins og ver­önd er út af ann­arri íbúð­inni á jarð­hæð.

Hús­ið var allt end­ur­nýj­að að ut­an ár­ið 2013, múr­að upp á nýtt og mál­að auk þess sem skipt var um allt gler og hluta glugga. Ástand húss að ut­an er mjög gott.

Eign­in er sam­tals 661,4 fer­metr­ar að brúttó­flat­ar­máli skv. drög­um að nýrri eigna­skipta­yf­ir­lýs­ingu.

Á 1. hæð eru tvær íbúð­ir, á 2. hæð eru tvær íbúð­ir, á 3. hæð eru tvær íbúð­ir og í risi er ein íbúð og skipt­ist birt flat­ar­mál eign­ar­inn­ar þannig: Íbúð á 1. hæð merkt 0101 að birtri stærð 66,4 fer­metr­ar. Íbúð á 1. hæð merkt 0102 að birtri stærð 49,8 fer­metr­ar. Íbúð á 2. hæð merkt 0201 að birtri stærð 90,7 fer­metr­ar. Íbúð á 2. hæð merkt 0202 að birtri stærð 66,0 fer­metr­ar. Íbúð á 3. hæð merkt 0301 að birtri stærð 92,1 fer­metr­ar. Íbúð á 3. hæð merkt 0302 að birtri stærð 78,8 fer­metr­ar. Íbúð á 4. hæð merkt 0401 að birtri stærð 132,7 fer­metr­ar.

Öll hús­eign­in að Bergstaða­stræti 44 er til sölu, alls sjö íbúð­ir.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.