Op­ið hús í Vætta­borg­um

Fa­steigna­sal­an Mikla­borg hef­ur til sölu vand­að og fal­legt ein­býli að Vætta­borg­um 142. Op­ið hús verð­ur þriðju­dag­inn 14. apríl frá kl. 17.30 til 18.

Fréttablaðið - Fasteignir.is - - Forsíða -

Hús­ið er 190,8 m² að stærð, þar af er bíl­skúr 32,7 m². Hús­ið er teikn­að af Gunn­ari Páli Krist­ins­syni. Eign­in er öll hin vand­að­asta. Eign­in er á þrem­ur pöll­um sem skipa; bíl­skúr, for­stofu, geymslu, tvö bað­her­bergi, borð­stofu, eld­hús, þrjú svefn­her­bergi, sjón­varps­hol, stofu og þvotta­hús. Hellu­lögð og upp­hit­uð að­keyrsla að bíl­skúr. Stór pall­ur til suð­urs er af­girt­ur og byggð­ur úr harð­viði.

Nán­ari lýs­ing: For­stof­an er með góð­um fata­skáp­um, það­an er inn­an­gengt í bíl­skúr og geymslu. Kom­ið er inn í hol þar sem mik­il loft­hæð blas­ir við, há­ir glugg­ar og fal­legt rými. Á fyrsta palli er bað­her­bergi með góðri snyrti­að­stöðu, stórri sturtu og baðkari. Eld­hús­ið er op­ið fal­legt rými með glugg­um bæði til suð­urs og vest­urs. Úr eld­húsi er út­gengt á stór­an pall sem er af­girt­ur með harð­viði. Á pall­in­um er borð­stofa en það­an nýt­ur sjáv­ar­út­sýn­is úr stofu­glugg­um.

Úr hol­inu er geng­ið nið­ur á neðri pall sem skip­ar stofu, tvö svefn­her­bergi og þvotta­hús. Stof­an er mjög björt og stór og fal­leg­ur gluggi mynd­ar skemmti­lega stemn­ingu í hús­inu.

Þvotta­hús­ið er með góðri inn- rétt­ingu. Það­an er út­gengi á ver­önd þar sem þvotta­snúr­ur eru.

Á efsta palli er bað­her­bergi, hjóna­her­bergi og op­ið al­rými. Hjóna­her­berg­ið er með út­gengi á sval­ir. Snyrt­ing­in er flísa­lögð í hólf og gólf.

Inn­an­gengt er í bíl­skúr úr for­stofu, en hann er með mik­illi loft­hæð og iðn­að­ar­hurð.

Garð­ur­inn er við­halds­lít­ill en fal­leg­ur og nýt­ist vel til úti­vist­ar.

Hús­ið að Vætta­borg­um 142 er stór­glæsi­legt og vand­að í alla staði.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.