Ný­ir tímar – göm­ul gildi

Fast­eigna­sala Reykja­vík­ur er ný fast­eigna­sala sem tók til starfa þann 13. maí í Skeif­unni 17.

Fréttablaðið - Fasteignir.is - - Forsíða -

Fast­eigna­sala Reykja­vík­ur er ný og kraft­mik­il fast­eigna­sala sem bygg­ir á göml­um og góð­um gild­um. „Við erum sam­held­inn hóp­ur sem hef­ur áhuga á því að gera bet­ur. Við stefn­um með nýj­um áhersl­um inn í nýja tíma og höf­um að leið­ar­ljósi nýj­ustu tækni við sölu og þjón­ustu,“seg­ir Brynj­ólf­ur Smári Þorkels­son sem á og rek­ur Fast­eigna­sölu Reykja­vík­ur ásamt eig­in­konu sinni, Sylvíu Guð­rúnu Walt­h­ers­dótt­ur, sem er lög­gilt­ur fast­eigna-, fyr­ir­tækja og skipa­sali.

„Við höf­um starf­að á þess­um mark­aði í átta ár og kom­ist að því að það er alltaf nóg að gera hjá dug­legu fólki,“segja þau Sylvía og Brynj­ólf­ur sem telja fast­eigna­mark­að­inn líf­leg­an um þess­ar mund­ir.

Átján manns starfa hjá fast­eigna­söl­unni sem flest­ir búa yf­ir margra ára reynslu og þekk­ingu í fast­eigna­við­skipt­um. „Hjá okk­ur starfa fjór­ir lög­gilt­ir fast­eigna­sal­ar, tíu sölu­full­trú­ar og fjór­ir á skrif­stofu við und­ir­bún­ing skjala. Öll höf­um við fag­mennsk­una í fyr­ir­rúmi,“

Brynj­ólf­ur og Sylvía bjóða fólk vel­kom­ið í húsa­kynni Fast­eigna­sölu Reykja­vík­ur í Skeif­unni 17 á ann­arri hæð.

Hjón­in Brynj­ólf­ur og Sylvía eru eig­end­ur Fa­steigna­sölu Reykja­vík­ur.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.