Rúm­góð íbúð í Vest­ur­bæ

Fa­steigna­sal­an TORG kynnir: Mjög rúm­góð og vel skipu­lögð 4ra her­bergja íbúð ásamt bíl­skúr á þess­um eft­ir­sótta stað í Vest­ur­bæn­um. Um er að ræða íbúð sem er skráð 129,3 fm ásamt 24,5 fm bíl­skúr, sam­tals 153,8 fm. All­ar nán­ari upp­lýs­ing­ar veit­ir Haf­dís Rafn

Fréttablaðið - Fasteignir.is - - Forsíða -

Hús­ið lít­ur vel út og var mál­að að ut­an og skipt um járn á þaki fyr­ir ca. 6 ár­um og einnig er bú­ið að skipta um gler í stofu. Svefn­her­berg­in eru 3, þvotta­hús er inn­an íbúð­ar og stofa rúm­góð. Kom­ið er inn í rúm­gott hol með par­keti á gólfi og fata­hengi. Eld­hús­ið er snyrti­legt með eldri inn­rétt­ingu, ofn­inn er í vinnu­hæð, stór gluggi og borð­krók­ur. Dúk­ur er á gólfi. Frá eld­húsi er geng­ið inn í rúm­gott þvotta­hús með stór­um glugga, flís­um á gólfi og vaski. Inn af þvotta­húsi er búr með hill­um.

Stof­an er mjög rúm­góð og er samliggj­andi borð­stofu. Mögu­legt væri að loka borð­stofu og út­búa fjórða svefn­her­berg­ið. Par­ket er á gólfi, stór­ir glugg­ar og út­gengt er á góð­ar sval­ir frá stof­unni.

Svefn­her­berg­in eru 3 og öll á svefn­her­berg­is­gangi sem er breið­ur og góð­ur. Par­ket er á gólfi á öll­um her­bergj­um og fata­skáp­ar eru í 2 her­bergj­um. Bað­her­berg­ið er með flís­um á veggj­um og dúk á gólfi. Baðk­ar með sturtu­að­stöðu, skáp­ar eru inn- felld­ir og ný­legt sal­erni. Góð­ur gluggi er á bað­her­berg­inu.

Eign­inni fylg­ir sér geymsla í sam­eign með hill­um og glugga. Bíl­skúr­inn er skráð­ur 24,5 fm, hann er óupp­hit­að­ur og með köldu vatni.

Virki­lega rúm­góð og vel skipu­lögð fjöl­skyldu­íbúð með bíl­skúr á frá­bær­um stað í Vest­ur­bæn­um þar sem ör­stutt er í alla þjón­ustu og íþrótta­að­stöðu. OP­IÐ HÚS: Á morg­un, 7. júlí, kl. 17.30-18.00. Meist­ara­vell­ir 15. Ver­ið vel­kom­in.

Op­ið hús verð­ur að Meist­ara­völl­um 15 á morg­un.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.