Op­ið hús í Funa­lind

Fa­steigna­sal­an Mikla­borg hef­ur í einka­sölu góða fjög­urra her­bergja íbúð á 5. hæð í Funa­lind 13. Íbúð­in er laus til af­hend­ing­ar.

Fréttablaðið - Fasteignir.is - - Forsíða -

Íbúð­in er í vin­sælu lyftu­húsi í Lind­un­um. Sval­ir eru stór­ar, út­sýni fal­legt. Þrjú góð svefn­her­bergi eru í íbúð­inni og þvotta­hús inn­an íbúð­ar.

Íbúð­in er 115,2 fm að með­tal­inni 6,2 fm geymslu í kjall­ara. Geng­ið er inn í hol með góð­um for­stofu­skáp­um. Það­an er kom­ið í hjóna­her­bergi með góð­um inn­byggð­um skáp­um. Bað­her­berg­ið er flísa­lagt og bæði með baðkari og sturtu.

Barna­her­berg­in eru tvö, rúm­góð og með inn­byggð­um skáp­um.

Stofa og eld­hús eru björt og samliggj­andi með góðu út­sýni. Rúm­gott þvotta­hús er inn af eld­húsi.

Úr stofu er geng­ið út á stór­ar sól­rík­ar sval­ir. Ekki er íbúð á hæð­inni fyr­ir of­an og sval­irn­ar því bjart­ar.

Par­ket er á íbúð­inni en flís­ar á eld­húsi og baði og fremst í holi. Dúk­ur á þvotta­húsi.

Góð og vel skipu­lögð íbúð sem vert er að skoða í þessu vin­sæla lyftu­húsi. Ör­stutt í leik­skóla, skóla og alla þjón­ustu í Smáralind, Smára­torgi og Lind­um. All­ar frek­ari upp­lýs­ing­ar veit­ir Þór­unn Páls­dótt­ir í síma 773-6000 og í thor­[email protected]­borg.is Verð 35,7 millj­ón­ir.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.