Ný lög stór­bæta neyt­enda­vernd í fast­eigna­við­skipt­um

Fréttablaðið - Fasteignir.is - - Forsíða -

Með nýj­um lög­um um sölu fast­eigna og skipa sem taka gildi um miðj­an júlí 2015 er sú grund­vall­ar­breyt­ing gerð að ein­ung­is fa­steigna­sal­ar hafa heim­ild að sinna öll­um helstu störf­um er varða milli­göngu um fast­eigna­við­skipti. Markmið laga­breyt­ing­anna er að tryggja neyt­enda­vernd.

Á und­an­förn­um ár­um hef­ur fram­kvæmd fast­eigna­við­skipta of víða far­ið úr bönd­um við fast­eigna­sölu í skjóli óskýrra laga. Fé­lag fa­steigna­sala og Neyt­enda­sam­tök­in hafa í sam­ein­ingu ít­rek­að vak­ið at­hygli á óá­sætt­an­legu lagaum­hverfi neyt­enda við fast­eigna­við­skipti.

Eft­ir­leið­is munu neyt­end­ur í fast­eigna­við­skipt­um geta treyst því að fast­eigna­sali sinni per­sónu­lega öll­um meg­in­þátt­um fast­eigna­við­skipt­anna. Má þar nefna alla ráð­gjöf, alla skjala­gerð hverju nafni sem nefn­ist, fast­eigna­sali sitji alla fundi með kaup­end­um og selj­end­um, ann­ist skoð­un fast­eigna, sjái um fjár­hags­leg upp­gjör auk margs ann­ars.

Fa­steigna­sal­ar geta haft að­stoð­ar­menn til að sinna ein­föld­um og auð­veld­um verk­um eins og seg­ir í at­huga­semd­um með lög­un­um.

Feli fast­eigna­sali að­stoð­ar­manni sín­um að sinna störf­um sem fa­steigna­sala ber að sinna get­ur af­leið­ing þess orð­ið svipt­ing starfs­rétt­inda við­kom­andi fa­steigna­sala, auk þess sem að­stoð­ar­mað­ur fast­eigna­sal­ans er kærð­ur til lög­reglu. Slíkt fram­ferði fel­ur í sér al­var­legt brot gegn vernd og rétti neyt­enda í al­mennt stærstu við­skipt­um fólks á lífs­leið­inni.

Inni á fa­steign­ir.is á vis­ir.is og á heima­síðu Fé­lags fa­steigna­sala ff.is geta neyt­end­ur kynnt sér hverj­ir eru fa­steigna­sal­ar inn­an Fé­lags fa­steigna­sala auk þess sem þeir munu hafa sér­stök skír­teini við störf sem neyt­end­ur eiga að geta hvenær sem er ósk­að eft­ir að sjá.

Á fé­lags­mönn­um FF hvíla mjög rík­ar skyld­ur auk þess sem þeir eru bundn­ir ströng­um siða­regl­um.

Frek­ari kynn­ingu á helstu breyt­ing­um sem hin nýju lög um sölu fast­eigna fela í sér má sjá inni á fa­steign­ir.is á vis­ir.is og heima­síðu Fé­lags fa­steigna­sala ff.is.

Grét­ar Jónas­son hdl., fram­kvæmda­stjóri Fé­lags fa­steigna­sala.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.