Góð­ur stað­ur í Kópa­vogi

Fréttablaðið - Fasteignir.is - - Forsíða -

kari, sturtu og gufu­baði. Sal­erni er svo í sérrými. Flísa­lagt þvotta­hús er á neðri hæð.

Bíl­skúr­inn er 30 fm og geng­ið er inn í hann úr holi í gegn­um rúm­góða geymslu.

Á efri hæð er par­ket­lagt al­rými þar sem liggja sam­an, eld­hús, hol, stofa og borð­stofa.

Eld­hús­ið er ný­legt með flís­um á gólfi, fal­legri við­ar­inn­rétt­ingu og vönd­uð­um tækj­um, þ. á m. span­hellu­borði. Loft er tek­ið nið­ur með halógenlýs­ingu. Par­ket er á stof­unni og borð­stof­unni. Ar­inn er í stofu sem er mjög björt með út­sýni til norð­urs.

Hol er par­ket­lagt og það­an er út- gengt á fal­lega ver­önd og garð sem snúa í suð­ur. Þrjú svefn­her­bergi eru á her­berg­is­gangi. Góð­ir fata­skáp­ar eru í hjóna­her­bergi. Kork­ur er á gólfi í hjóna­her­bergi og öðru barna­her­bergj­anna en par­ket á því þriðja.

Bað­her­berg­ið er ný­lega end­ur­nýj­að, en það er flísa­lagt með sturtu og hvítri inn­rétt­ingu. Hiti er í gólfi á bað­her­bergi.

Eld­hús­ið var end­ur­nýj­að 2008 og bað­her­bergi á efri hæð 2011. Þak var end­ur­nýj­að fyr­ir ári, skipt var um járn og pappa og ann­að yf­ir­far­ið. Um­hverfi húss­ins og lóð hið snyrti­leg­asta. Mjög góð eign á vin­sæl­um stað í grónu hverfi í Kópa­vogi. Fal­leg­ur garð­ur með ver­önd.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.