Sumar­hús í Kjós­inni

Fréttablaðið - Fasteignir.is - - Forsíða -

Fold fast­eigna­sala, kynn­ir vel hann­að sumar­hús á grónu landi í fal­legu um­hverfi í að­eins 40 mín. akst­urs­fjar­lægð frá höf­uð­borg­ar­svæð­inu. Sumar­hús­ið er

64,9 fm ásamt gesta­húsi/geymslu og áhalda­geymslu, við Holts­veg 1 í Með­al­fellslandi í Kjós. Lóð­in er leigu­lóð í mjög góðri rækt. Hita­veita er kom­in að húsi.

Kom­ið er inn í for­stofu /tengi­bygg­ingu fyr­ir miðju húsi með flís­um á gólfi og stór­um glugga. Á hægri hönd er eld­hús með harð­við­argólfi, gaselda­vél, og upp­þvotta­vél.

Á vinstri hönd úr tengi­bygg­ingu er stofa með harð­við­argólfi, út­gengt á hellu­lagða ver­önd í suð­vest­ur. Inn af stofu er rúm­gott svefn­her­bergi með tveim­ur rúm­um og litl­um skáp.

Bað­her­bergi er með sturtu­klefa og fal­leg­um flís­um á gólfi. Lít­il glugga­laus geymsla er við hlið bað­her­berg­is. Úr tengi­bygg­ingu er einnig út­gengt á pall sem snýr í norð­vest­ur.

Á efri hæð er stórt svefn­her­bergi sem snýr í suð­vest­ur, það­an er geng­ið út á sval­ir með fal­legu út­sýni. Einnig er á efri hæð op­ið svefn­loft.

Allt inn­bú fylg­ir ut­an per­sónu­legra muna.

Geymsla/gesta­hús, 15,9 fm. Lít­il for­stofa, það­an geng­ið inn í rými með við­argólfi. Í hús­inu er elda­vél og ofn og einnig snyrt­ing með WC og vaski. Glugg­ar á tvo vegu. Að sögn selj­anda er for­stof­an 4 fm. Hún er byggð síð­ar og er því ekki skráð í op­in­berri skrán­ingu. Stærð húss­ins er því 20 fm.

Lít­il óskráð áhalda­geymsla er einnig á lóð­inni.

Leið­ar­lýs­ing: Ek­ið er inn Með­al­fells­veg af Hval­fjarð­ar­vegi og ekn­ir u.þ.b. 2 km. Þá er beygt til hægri inn á Hjarð­ar­holts­veg. Hús­ið er ann­að hús á hægri hönd þeg­ar kom­ið er að sum­ar­húsa­byggð­inni.

Upp­lýs­ing­ar hjá Fold fast­eigna­sölu, Sól­túni 20, 105 Reykja­vík. Sími 552 1400. Ut­an skrif­stofu­tíma:

Við­ar 694-1401, Einar 893-9132 og Gústaf 895-7205 og fold@fold.is. www.fold.is

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.