Sigr­aði heim­inn 11 mán­aða

Ei­lífð­ar­bjú­tí­ið Brooke Shields er 53 ára í dag. Hún varð ung full­orð­in fyr­ir fram­an mynda­vél­arn­ar og þótti mörg­um nóg um þeg­ar hún sat fyr­ir og lék í nekt­ar­sen­um að­eins barn að aldri.

Fréttablaðið - FOLK - - KYNNINGARBLAÐ FÓLK - Þór­dís Lilja Gunn­ars­dótt­ir

Brooke Shields var að­eins fimm daga göm­ul þeg­ar móð­ir henn­ar, Teri Shields, lýsti því yf­ir að stúlku­barn­ið aetti fram­tíð­ina fyr­ir sér sem fyr­ir­sa­eta enda vaeri hún feg­ursta barn ver­ald­ar. Sjálf skyldi hún sjá til þess að dótt­ir sín hlyti fra­egð og frama.

Teri stóð við stóru orð­in, varð um­boðs­mað­ur dótt­ur sinn­ar og að­eins ell­efu mán­aða sat Brooke fyr­ir í sinni fyrstu aug­lýs­ingu, fyr­ir sápu­fram­leið­and­ann Ivory Soap. Við tók ann­ríki barnaesk­unn­ar fram­an við mynda­vél­arn­ar og sagði Ei­leen Ford, eig­andi Ford Models, að hún hefði baett barna­deild við um­boðs­skrif­stof­una til þess eins að fá Brooke á mála hjá sér.

Brooke stund­aði ball­ett, pí­anónám og hesta­mennsku á upp­vaxt­ar­ár­un­um. Að­eins fjór­tán ára varð hún yngsta fyr­ir­sa­eta heims sem vermdi for­síðu tísku­biblí­unn­ar Vogue og seinna sama ár varð hún and­lit Cal­vin Klein-galla­buxna. Í fra­egri sjón­varps­aug­lýs­ingu sagði hún: „Viltu vita hvað er á milli mín og Cal­vin-galla­buxn­anna minna? Ekk­ert.“Ein­mitt það gerði Cal­vin Klein-galla­bux­ur að þeim heit­ustu í heimi.

Tíu ára á nekt­ar­mynd­um

Brooke sagði skil­ið við fyr­ir­sa­etu­störf­in 1983 til að nema fransk­ar bók­mennt­ir við Pr­incet­on­há­skóla. Þar missti hún mey­dóm­inn, orð­in 22 ára, og sagði að ef það hefði gerst fyrr hefði hún haft sterk­ari sjálfs­mynd.

Hún er yngsta leik­kon­an sem boð­ið var í þátt Prúðu­leik­ar­anna og að­eins tólf ára lék hún stúlku sem býr og starfar á vaend­is­húsi í kvik­mynd­inni Pretty Ba­by eft­ir Lou­is Malle. Í kjöl­far­ið spruttu upp deil­ur um barnaklám enda eru fjöl­marg­ar nekt­ar­sen­ur í mynd­inni. Á ung­lings­aldri lék Brooke líka í nekt­ar­sen­um í kvik­mynd­un­um Blue Lagoon og End­less Lo­ve.

Ár­ið 1981 lenti móð­ir Brooke í mála­ferl­um við Play­boy-tíma­rit­ið og ljós­mynd­ar­ann Garry Gross vegna eign­ar­rétt­ar á nekt­ar­mynd­um sem Gross tók af Brooke tíu ára, með leyfi móð­ur henn­ar. Á þeim stend­ur og sit­ur stúlk­an fyr­ir nak­in og kaf­mál­uð í baðkari.

Brooke sneri sér aft­ur að kvik­mynda­og sjón­varps­leik á tí­unda ára­tugn­um og lék um ára­bil í sjón­varps­þátt­un­um Sudd­en­ly Sus­an. Í fyrra tók hún að sér hlut­verk í sjón­varps­þátt­un­um Law & Or­der, Special Victims Unit.

Stóra ást Michaels Jackson

Brooke Shields er gra­en­keri og kunn fyr­ir dýra­vernd. Hún er tvígift, fyrst tenn­is­leik­ar­an­um Andre Agassi og síð­ar hand­rits­höf­und­in­um Chris Henc­hy sem hún á með tvaer daet­ur.

Lengi var tal­ið að þau Michael Jackson vaeru kaerustupar en þau kynnt­ust þeg­ar Brooke var þrett­án ára og hann 21 árs. Þau urðu strax perlu­vin­ir og sáust víða sam­an. Við and­lát Michaels 2009 sagði Brooke að sem barna­stjörn­ur hefðu þau baeði þurft að verða full­orð­in fljótt en þeg­ar þau voru bara tvö sam­an skemmtu þau sér sam­an eins og börn. Michael við­ur­kenndi að elska Brooke hjá Oprah Win­frey og Brooke hef­ur stað­fest að kon­ung­ur popps­ins hafi margoft beð­ið um hönd henn­ar og að þau aett­leiddu börn sam­an.

Bíó­mynd­in Blue Lagoon gerði hina 15 ára Brooke að heims­þekktri leik­konu.

Ma­eðg­urn­ar Brooke og Teri Shields ár­ið 1981, þeg­ar Brooke var 16 ára.

Michael Jackson bað oft um hönd Brooke og vildi að þau aett­leiddu börn.

Brooke, tólf ára, í hlut­verki barna­vaend­is­konu í kvik­mynd­inni Pretty Ba­by.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.