Út að hlaupa í skól­an­um

Dag­lega míl­an kall­ast að­ferð til að koma auk­inni hreyf­ingu inn í skóla­kerf­ið sem skosk­ur kenn­ari þró­aði þeg­ar hún gerði sér grein fyr­ir að nem­end­ur henn­ar höfðu varla þol fyr­ir venju­lega upp­hit­un í leik­fimi. Fjöldi skóla um all­an heim hef­ur tek­ið upp að­fe

Fréttablaðið - FOLK - - KYNNINGARBLAÐ FÓLK - Bryn­hild­ur Björns­dótt­ir

Elaine Wyllie var yfir­kenn­ari í stór­um grunn­skóla í Skotlandi og fann fyr­ir vax­andi áhyggj­um af lík­am­legu og and­legu ástandi nem­enda þeg­ar hún fékk veð­ur af því að jafn­vel ein­föld upp­hit­un fyr­ir viku­leg­an leik­fim­i­tíma gerði þá al­veg upp­gefna. Hún ákvað að gera eitt­hvað í mál­un­um og fékk hug­mynd sem hún kall­aði dag­legu míl­una (The Daily Mile) í fe­brú­ar 2012.

Mark­mið­ið Dag­legu míl­unn­ar var og er að fá börn til að hreyfa sig til að baeta heilsu þeirra og líð­an og Elaine Wyllie ákvað að gera til­raun. Börn­in í skól­an­um voru send út á skóla­lóð á miðj­um skóla­degi og sagt að hlaupa í kort­er. Þau máttu ráða hvert þau hlupu og hversu hratt, það var í lagi að labba eða skokka hluta leið­ar­inn­ar, eina skil­yrð­ið var að þau vaeru á hreyf­ingu þetta kort­er. Dag­lega míl­an fékk það nafn ein­fald­lega vegna þess að það var um það bil sú vega­lengd sem áa­etl­að var að með­al­barn myndi hlaupa á fimmtán mín­út­um en eng­ar mael­ing­ar voru gerð­ar á því hversu langt var hlaup­ið eða hversu hratt, að­eins far­ið fram á að þau vaeru á hreyf­ingu í til­sett­an tíma. Eft­ir kort­er­ið var krökk­un­um svo smal­að inn í skól­ann og kennsl­an hélt áfram. Dag­lega míl­an byrj­aði sem til­rauna­verk­efni í mán­uð og nið­ur­stöð­urn­ar voru magn­að­ar. Mörg barn­anna gáf­ust upp fyrstu dag­ana, fannst leið­in­legt og til­gangs­laust að hlaupa bara eitt­hvað út busk­ann en eft­ir mán­uð­inn voru all­ir krakk­arn­ir farn­ir að hlakka til þess að kom­ast út að hlaupa með fé­lög­um sín­um og flest þeirra far­in að ráða við að vera á hlaup­um mest all­an tím­ann. Í sept­em­ber var all­ur skól­inn far­inn út að hlaupa, ganga eða skokka í kort­er á hverj­um degi og for­eldr­ar og kenn­ar­ar tóku eft­ir baettri ein­beit­ingu, betri líð­an og hegð­un og meiri gleði í fari barn­anna auk þess sem al­menn­ar heilsu­fars­ma­el­ing­ar hjá skóla­hjúkr­un­ar­fra­eð­ingi sýndu jákvaeð­ar nið­ur­stöð­ur.

Í dag hef­ur Elaine Wyllie haett störf­um við skól­ann og ein­beit­ir sér nú að inn­leið­ingu Dag­legu míl­unn­ar í sem flesta skóla í Bretlandi og víð­ar sem stjórn­ar­formað­ur sam­nefndra sam­taka en markmið þeirra er að ráð­ast gegn van­heilsu barna, baeði lík­am­legri, and­legri og til­finn­inga­legri með þess­ari ein­földu en áhrifa­ríku að­ferð. Dag­lega míl­an hef­ur náð fót­festu víð­ar og í dag eru meira en 4.200 skól­ar í Bretlandi þátt­tak­end­ur auk þess sem að­ferð­in hef­ur náð fót­festu í Frakklandi, Hollandi, Póllandi og Banda­ríkj­un­um svo daemi séu tek­in. Th­eresa May, for­sa­et­is­ráð­herra Bret­lands, hef­ur hvatt skóla í Bretlandi til að taka upp Dag­legu míl­una og Elaine Wyllie var kjör­in kenn­ari árs­ins 2015 í Bretlandi. Hún sagði við það til­efni: „Lyk­il­at­rið­ið er að flaekja mál­in ekki of mik­ið. Við för­um út að hreyfa okk­ur og för­um svo aft­ur í tíma og höld­um áfram með dag­inn. Og það geta all­ir ver­ið með. Líka nem­end­ur með skerta hreyfifa­erni, þeir taka þátt á sín­um for­send­um.“

Leið­ar­ljós Dag­legu míl­unn­ar eru eft­ir­far­andi og eiga lyk­il­þátt í þeim ár­angri sem hún skil­ar.

Ís­lensk­ir krakk­ar fara út í frí­mín­út­ur tvisvar á dag hvernig sem viðr­ar.

Að hlaupa sam­an í kort­er á miðj­um skóla­degi efl­ir skóla­brag að mati Wyllie.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.