Dragsúg­ur um alla borg­ina

Fréttablaðið - FOLK - - KYNNINGARBLAÐ FÓLK -

Lista­há­tíð Reykja­vík­ur hefst í dag. Þar kenn­ir ým­issa spenn­andi grasa út mán­uð­inn. Window galle­rí á Hverf­is­götu hef­ur með­al ann­ars sett upp faer­an­leg­an sýn­ing­ar­glugga, Dragsúg, sem ferð­ast um mið­borg­ina á Lista­há­tíð. Einnig verða sett­ar upp sýn­ing­ar á veg­um galle­rís­ins í búð­ar­glugg­um víðs­veg­ar um borg­ina. Á sunnu­dag­inn fer fram opn­un klukk­an 15.30 við Lista­safn Reykja­vík­ur Hafn­ar­hús og strax á eft­ir verð­ur geng­ið milli glugga lista­mann­anna Ragn­heið­ar Gests­dótt­ur, Th­eresu Himmer og Ívars Glóa, í fylgd með þeim.

Fa­er­an­legi sýn­ing­ar­glugg­inn Dragsúg­ur mun poppa upp á Aust­ur­velli dag­ana 3. til 8. júní, við Hall­gríms­kirkju dag­ana 10. til 14. júní, á Bern­höftstorf­unni 15. til 20. júní og á Hverf­is­götu 37 þann 21. til 24. júní.

Fa­er­an­leg­ur sýn­ing­ar­gluggi Window galle­rí á Hverf­is­götu.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.